Þegar skúringakonurnar taka völdin

Þegar skúringakonurnar taka völdin þurfa allir að fara úr skónum
Þegar skúringakonurnar taka völdin verða þeir sem afstóla of snemma fyrstir upp að veggnum
Þegar skúringakonurnar taka völdin verður heimurinn tandurhreinn

Nei!
Þegar skúringakonurnar taka völdin verður aldrei skúrað framar og heimurinn verður skítugur og heiðarlegur

Það er ekki eining um þetta, þetta gæti ollið stjórnarslitum
Við erum ekki allar eins, þótt þið haldið það

Sumar okkar hata að skúra, aðrar okkar elska það

Sumar okkar hata þá sem láta okkur skúra svo mikið að þær vilja láta þá skúra,
Sumar hata skúringarnar sjálfar og vilja að enginn þurfi að skúra framar
Sumar elska að skúra og vilja láta alla aðra skúra líka

Þegar skúringakonurnar taka völdin munu allir forstjórar heimsins þurfa að vinna launalausa yfirvinnu við að nudda á þeim bakið, axlirnar og ökklana

Þegar skúringakonurnar taka völdin verður heimurinn tandurhreinn