Dramatúrgar þurfa líka að fara til tannlæknis

Ímeilviðtal við Snæbjörn Brynjarsson varðandi Ég ♥︎ Reykjavík, skjaldarmerki, og list fyrir börn

Ég ♥︎ Reykjavík er fjölskyldusýning eftir Aude Busson, Sólveigu Guðmundsdóttur og Snæbjörn Brynjarsson sem frumsýnd verður á Lókal í dag. Til að forvitnast meira um sýninguna var Snæbjörn Brynjarsson dreginn í ímeilviðtal. Viðtalið er langt. Passið ykkur á því. Og þróast á endanum meira út í rabb um dramatúrgíu, peninga og eitthvað þannig. Gjörið þið […]

Af furðulegum sögum í stafrænum heimi

Kastali Otrantos eftir Horace Walpole sem kom út árið 1764 er talin vera fyrsta gotneska sagan. Í sögunni mættust annars vegar hefðir riddarabókmennta og rómantísku stefnunnar og hins vegar hið framandlega og forboðna. Walpole sagði að markmið hans hefði verið að sameina rómantík miðaldabókmennta, sem hann taldi of framandi, og nútímabókmenntir, sem honum fannst of […]

Ritstjórnarpistill: Hvað er fegurð?

„Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna“, sagði Halldór Laxness í frægum ritdómi um Fögru veröld Tómasar Guðmundssonar „Hún er takmark. Um hitt er barist, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta. Að sögn Maxims Gorkis gekk Lenin út í miðjum saungleik vegna þess að fegurðin og snildin minti hann aðeins á hve mikla baráttu hann […]

List fyrir okkar tíma; það var lítið Kristinn | REYKVÉLIN

„Fyrir mér lifum við ekki á tímum sem krefjast pönks (pönkið getur verið sjálfsblekking eins og hvað annað, sérstaklega ef maður er ekki eins róttækur og maður heldur). Í mínum augum lifum við á tímum fegurðarinnar. Eða tímum sem krefjast fegurðar. Fegurðar til að göfga mannsandann (já, það er list sem krefst hugrekkis, að stíga fram og segja: Þetta er fallegt). Því sannleikurinn er fallegur. Það er lygin sem er ljót.“

Snæbjörn Brynjarsson svarar þakkargreinum Kristins Sigurðs Sigurðssonar.

via List fyrir okkar tíma; það var lítið Kristinn | REYKVÉLIN.

Takk-debattinn:

Takk, Kristinn eftir Ásgeir H. Ingólfsson
Takk Snæbjörn – part II eftir Kristinn Sigurð Sigurðsson
Takk Snæbjörn – fyrri hluti eftir Kristinn Sigurð Sigurðsson
Lausnin – pistill innblásinn af málþingi um opinbera stefnu stóru leikhúsanna eftir Snæbjörn Brynjarsson (á Reykvélinni)
Menning handa þjóð – nokkrar hugleiðingar um mikilvægi menningar og aðgengi að henni eftir Snæbjörn Brynjarsson (á Reykvélinni)

Takk, Kristinn

Mig langar að taka þátt í nýhafinni kurteisisvæðingu þessa vefrits og þakka Kristni Sigurði Sigurðssyni fyrir þakkarpistil hans til Snæbjarnar Brynjarssonar. Ég er nefnilega raunverulega þakklátur að einhver skuli vekja athygli á þeirri staðreynd hve Þjóðleikhúsið sé mikið borgarleikhús. Kristinn er auðvitað kjaftfor – sem er oft skemmtilegt – en það eyðileggur dálítið annars ágæta […]

Takk, Snæbjörn – Part II

Það er einn annar punktur sem mig langar til að nefna. Athyglisverðasta greiningin í grein Snæbjörns er innan sviga. Hún er eiginlega hvísluð. Nefnd í framhjáhlaupi, í einhverri allt annarri umræðu. En þessi greining er stórmerkileg. Því verður vart komið í orð hvað hún ávarpar mikið aðalatriði. Bleika fílinn í íslenskri leikhúsmenningu. (það er óopinbert […]

Lausnin: Pistill innblásin af málþingi um opinbera stefnu stóru leikhúsanna | REYKVÉLIN

„Risarnir tveir eru spegilmynd af hvor öðrum. Ef einn setur upp Les Miserables setur hinn upp Mary Poppins og hinn síðan Spamalot. Þeir finna báðir alþjóðlegan leikstjóra til að setja upp Shakespeare á sama tíma. Þeir eru báðir fremstir í flokki þegar kemur að eflingu íslenskrar leikritunar. Báðir búa við sömu kröfu um að selja næga miða til að fjármagna reksturinn, og eru þar af leiðandi í stöðugri samkeppni, baráttu um áhorfendur og þótt þau séu skuldbundin lagalega til þess að taka á móti sjálfstæðum leikhópum, finna þau sig knúna til að ýta þeim út, (helst sem fyrst) af áhættufælni (oft eigna þau sér heiðurinn af verkum þeirra ef vel gengur þrátt fyrir að hafa lítið gert þeim til stuðnings). Risarnir eru eins í eðli sínu. Eins í stefnu sinni. Og alltof stórir.“

Snæbjörn Brynjarsson skrifar á Reykvélina: Lausnin: Pistill innblásin af málþingi um opinbera stefnu stóru leikhúsanna | REYKVÉLIN.