Karnaval í Ríó, Kristur á Corcovado og Öskudagur í snjó Það ríkir yfir nóttinni vogskorin fjallalína, falleg og myndræn og söngurinn ómar í transkenndum rythma, sóttheit nótt og upplýstur Endurlausnarinn með faðm sinn eins og stjörnuþoka af táknum að brjóta sér leið inn um dáleidd augu fjöldans á Sambódróme þar sem sjötíu þúsund manns trampa […]
Menningarrýni
Endanlegt form sögulegra verka
Innsæishöggmyndir á endanlegu formi – Eða, Siggi Gúmm var miklu meiri pönkari en Bubbi Morthens – Mountain eftir Sigurð Guðmundsson er eitt af hans þekktustu verkum. Allar myndir í meðfylgjandi umsögn eru af vef i8 gallerísins í Reykjavík um Dancing Horizon, yfirlitsbók um ljósmyndaverk Sigurðar Guðmundssonar 1970-1982. Crymogea 2014. „I often say in my […]
Mótmælir eigin slátrun
Norski rithöfundurinn Dag Solstad í stríði við gagnrýnendur.
„Ég bý í menningarheimi þar sem 73 ára gamall höfundur – ég sjálfur – mætir fyrirlitningu, spotti og háði“ sagði norski rithöfundurinn Dag Solstad í nýlegu erindi sem hann hefur ferðast með vítt og breitt um Noreg síðustu vikur. Solstad, sem er án nokkurs vafa einn af virtustu höfundum Norðmanna – hefur bæði hlotið Bókmenntaverðlaun […]
Ritstjórnarpistill: Hin fordæmda grimmd
„Skáldsagnahöfundar og ljóðskáld mega vera viðkvæm“, skrifar bókmenntarýnirinn Michael Dirda í nýjasta tölublað TLS, „en flestum finnst að gagnrýnendur eigi að vera jafn kaldrifjaðir og Lafði Makbeð og jafn sadískir og Mike Hammer“. Í kjallarapistli útlistar hann síðan aum örlög dagblaðagagnrýnenda sem „alvöru“ blaðamenn líti niður á og séu illa launaðir, illa liðnir og húðstrýktir […]
Hegelskur módelsmiður upphefur þrjár Hollywood kvikmyndir
Í stuttu máli: Bandarískur táningur kynnist föður sínum, breskum lávarði, og kennir honum og fleirum hvernig á að slaka á og skemmta sér. Hófsamur bandarískur búðarstarfsmaður á þrjár vikur eftir ólifaðar og ákveður að eyða öllum peningum sínum í lúxusferð til Sviss þar sem hann kennir ríka fólkinu (og stífum þýskum hótelstarfsmanni) að slaka á […]
Hvar er umræðan? | RÚV
„Við viljum meira af umfjöllun sem setur tónlistina í samhengi, faglega umræðu um það sem á sér stað í tónlist, hvað hún stendur fyrir, hvernig er hún flutt, til hvers, fyrir hvern og hvers vegna: Ég kalla eftir tónlistarfræðingum því þeir eru fáir hér á landi, tónlistarsaga Íslands á 20. öld bíður þess að vera betur skrásett og rannsökuð og samtímann vantar orðræðu um tónlist. Það er nánast hægt að telja á fingrum annarrar handar þau opinberu rit sem fjalla um tónlist á Íslandi á 20. öld og hvað þá þeirri 21.“
Berglind María Tómasdóttir skrifar og flytur pistil um tónlistarrýni í Víðsjá Hvar er umræðan? | RÚV.
Ritstjórnarpistill: Eina ástin sem skiptir máli
Starafugl lauk sínu fyrsta heila vikuflugi á laugardag með birtingu á færslu í flokki „tónlistar vikunnar“ – þar sem Haukur S. Magnússon velti því fyrir sér hvort að poppmúsík væri búin að missa bitið, hvort hún hneykslaði engan lengur, og rifjaði upp dauðateygjurnar, svo að segja, The Downward Spiral með Nine Inch Nails og heimildarmyndina […]
Tónlist vikunnar: Nine Inch Nails og skelfingin
Það er í raun fáránlegt að hugsa til þess hve stutt er síðan poppmúsík (hér nota ég orðið poppmúsík yfir alla músík sem er ekki klassísk tónlist eða djass eða eitthvað, semsagt popp, rokk, rapp, teknó og þar fram eftir götunum) gat verið hættuleg. Svona í alvörunni hættuleg, þannig að hún ól með sómakæru fólki […]
„Allir eiga sannleikann skilið“ – viðtal við Sindra Eldon
Árið 2006 var ég beðinn um að hýsa mann sem ætlaði að koma á Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, á Ísafirði. Líklega var það einhver í ritstjórn Reykjavík Grapevine sem spurði því maðurinn var tónlistargagnrýnandi á þeirra vegum, 23 ára strákur sem var þegar bæði „gamall í hettunni“ og alræmdur fyrir að segja skoðun […]
Kellíngar í dægurtónlist – erindi flutt á ráðstefnu Kítons | *knúz*
„Að því sögðu þá skiptir það verulegu máli að konur tjái sig um tónlist, því þó við höfnum þeirri miklu áherslu sem lögð var á það í annarri kynslóð femínisma að reynsluheimur og menning kvenna sé verulega frábrugðin reynsluheimi og menningu karla, þá er munur og þó hann fari minnkandi, þá mun hann seint hverfa. Frá því sjónarhorni er mjög mikilvægt að raddir kvenna heyrist í allri umræðu, þar með talið umræðu um tónlist. Það eru og fleiri svör við spurningunni um tilgang þess að konur taki þátt í opinberri umfjöllun og umræðu um tónlist, fjöldamörg svör reyndar, en ég læt nægja að nefna eitt til viðbótar: Það er mikilvægi þess að stúlkur eigi fyrirmyndir, sjái konur sem semja og flytja tónlist og taka þátt í umræðum um tónlist.“
Árni Matt skrifar um kyn og dægurtónlist.
via Kellíngar í dægurtónlist – erindi flutt á ráðstefnu Kítons | *knúz*.
Ritstjórnarpistill: Opið bréf til gagnrýnenda
Kæru gagnrýnendur. Mig langar að biðja ykkur að vera afdráttarlaus í skrifum – ekki í þeim skilningi að þið eigið að vera dónaleg eða að allt þurfi annað hvort að hefja upp til skýjanna eða rakka niður í skítinn, heldur í þeim skilningi að þið gangist við hugsunum ykkar og tilfinningum gagnvart verkunum undanbragðalaust, sýnið […]
Kolbrún Björt: Aldrei verð ég gagnrýnandi | REYKVÉLIN
Loks hef ég hef þekkt þó nokkra bókmenntagagnrýnendur í gegnum tíðina. Þeir hafa flestir verið áreittir í síma, í persónu, í tölvupóstum og í verstu tilfellunum á heimilum sínum vegna þess að þeirra faglærðu skoðanir þóttu rangar og heimskulegar. Einfaldast var auðvitað að kalla þá asna, gera lítið úr vitsmunum þeirra og þar með gera að því skóna að þeir sem væru þeim sammála vissu ekki hvað þeir voru að tala um. Það var alveg sama hvaða gráðu þeir höfðu á bakinu, hversu mikla reynslu af faginu. Ef þeir voru ekki hrifnir voru þeir augljóslega fífl.
Kolbrún Björt Sigfúsdóttir les yfir hausamótunum á gagnrýnendagagnrýnendum.
Ritstjórnarpistill: Mennskan, heimskan og fegurðin
Fyrir nokkrum árum bjó ég veturlangt í Västerås í Svíþjóð. Eitt af því sem vakti þá athygli mína, og ég áttaði mig síðar á að var í raun einkenni á fjölmennari þjóðum – jafnvel smáþjóðum einsog Svíþjóð – var hversu mikil umræða gat verið í kringum menninguna og hvernig fjölmiðlar nærðu hana, oft af meira […]