Kolbrún Björt: Aldrei verð ég gagnrýnandi | REYKVÉLIN

Loks hef ég hef þekkt þó nokkra bókmenntagagnrýnendur í gegnum tíðina. Þeir hafa flestir verið áreittir í síma, í persónu, í tölvupóstum og í verstu tilfellunum á heimilum sínum vegna þess að þeirra faglærðu skoðanir þóttu rangar og heimskulegar. Einfaldast var auðvitað að kalla þá asna, gera lítið úr vitsmunum þeirra og þar með gera að því skóna að þeir sem væru þeim sammála vissu ekki hvað þeir voru að tala um. Það var alveg sama hvaða gráðu þeir höfðu á bakinu, hversu mikla reynslu af faginu. Ef þeir voru ekki hrifnir voru þeir augljóslega fífl.

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir les yfir hausamótunum á gagnrýnendagagnrýnendum.

via Aldrei verð ég gagnrýnandi | REYKVÉLIN.