Stórmennskubrjálæðingurinn er alltaf einn

Um Richard III (a one woman show) í Suðureyrarkirkju 11. ágúst 2016

RICHARD IIIAðalhlutverk: Emily Carding Önnur hlutverk: Gestir Aðlögun úr leikriti William Shakespeare: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Emily Carding Leikstjórn: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Hver er andstæðan við post scriptum? Pre scriptum? Forskrift? Uppáskrift? Ávísun á lyf? Heitið á útúrdúr sem birtist áður en maður kemur sér að sjálfu efninu? Þetta er í öllu falli þess lags útúrdúr: […]

„And on the Thousandth Night …“eftir Forced Entertainment

LIVE eða hugleiðing um sögur og Twitter færslur alnetsins í bland

Einu sinni fyrir langa löngu sátu sjö meðlimir Forced Entertainment á stólum í rauðum skikkjum með risastórar pappakórónur á sviði. Þau sátu í sex klukkustundir og sögðu sögur. Stopp. Fearful moments in the dark/a phone rings seven times #1000thLIVE Einu sinni fyrir langa löngu var verið að segja sögur sem voru flestar um kónga og […]

Klassísk kvenfyrirlitning | REYKVÉLIN

„Silfurtungan hvarf fyrir danshæfileikum, ómerkilegu dragi og hysteríu yfir drengnum sem hafði ekkert gert sér til frægðar annað en að glíma smá og skera nokkur illa skrifuð ljóð í trjáberki. Kvenpersónan sem hafði hreðjar nægar til að þykja sannfærandi í að blekkja hið karllæga samfélag samferðamanna Shakespeare var smækkuð niður í ástsjúka unglingsstúlku.“

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir skrifar á Reykvélina Klassísk kvenfyrirlitning | REYKVÉLIN.

Kolbrún Björt: Aldrei verð ég gagnrýnandi | REYKVÉLIN

Loks hef ég hef þekkt þó nokkra bókmenntagagnrýnendur í gegnum tíðina. Þeir hafa flestir verið áreittir í síma, í persónu, í tölvupóstum og í verstu tilfellunum á heimilum sínum vegna þess að þeirra faglærðu skoðanir þóttu rangar og heimskulegar. Einfaldast var auðvitað að kalla þá asna, gera lítið úr vitsmunum þeirra og þar með gera að því skóna að þeir sem væru þeim sammála vissu ekki hvað þeir voru að tala um. Það var alveg sama hvaða gráðu þeir höfðu á bakinu, hversu mikla reynslu af faginu. Ef þeir voru ekki hrifnir voru þeir augljóslega fífl.

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir les yfir hausamótunum á gagnrýnendagagnrýnendum.

via Aldrei verð ég gagnrýnandi | REYKVÉLIN.