Svar við bréfi Völu | REYKVÉLIN

„Sjálfsgagnrýni er ekki sjálfsniðurrif. Sjálfsgagnrýni er ekki sama og vanmáttarkennd, sem leiðir gjarnan til sjálfsniðurrifs. Sjálfsgagnrýni er að vera sífellt á vaktinni, en ekki rífa sjálfa sig niður. Skortur á sjálfsgagnrýni leiðir hins vegar auðveldlega til títtnefnds heimóttarskapar.“

Þórhildur Þorleifsdóttir svarar opnu bréfi Völu Höskuldsdóttur á Reykvélinni via Svar við bréfi Völu | REYKVÉLIN.

Vinnslan og Tjarnarbíó – Opnunarhátíð Tjarnarbíós 29. mars

Í kvöld frá klukkan sjö til miðnættis heldur listahópurinn Vinnslan opnunarhátíð í Tjarnarbíó „og mun leikhúsið við tjörnina iða af lífi og list í hverjum króki og kima“ líkt og segir í tilkynningu og er lofað myndlist, sviðslist, tónlist, gjörningar, vídjóverk, innsetningar, ljóðlist og fleiru. Á einni kvöldstund getur þú upplifað margt af því áhugaverðasta […]

List fyrir okkar tíma; það var lítið Kristinn | REYKVÉLIN

„Fyrir mér lifum við ekki á tímum sem krefjast pönks (pönkið getur verið sjálfsblekking eins og hvað annað, sérstaklega ef maður er ekki eins róttækur og maður heldur). Í mínum augum lifum við á tímum fegurðarinnar. Eða tímum sem krefjast fegurðar. Fegurðar til að göfga mannsandann (já, það er list sem krefst hugrekkis, að stíga fram og segja: Þetta er fallegt). Því sannleikurinn er fallegur. Það er lygin sem er ljót.“

Snæbjörn Brynjarsson svarar þakkargreinum Kristins Sigurðs Sigurðssonar.

via List fyrir okkar tíma; það var lítið Kristinn | REYKVÉLIN.

Takk-debattinn:

Takk, Kristinn eftir Ásgeir H. Ingólfsson
Takk Snæbjörn – part II eftir Kristinn Sigurð Sigurðsson
Takk Snæbjörn – fyrri hluti eftir Kristinn Sigurð Sigurðsson
Lausnin – pistill innblásinn af málþingi um opinbera stefnu stóru leikhúsanna eftir Snæbjörn Brynjarsson (á Reykvélinni)
Menning handa þjóð – nokkrar hugleiðingar um mikilvægi menningar og aðgengi að henni eftir Snæbjörn Brynjarsson (á Reykvélinni)

Takk, Kristinn

Mig langar að taka þátt í nýhafinni kurteisisvæðingu þessa vefrits og þakka Kristni Sigurði Sigurðssyni fyrir þakkarpistil hans til Snæbjarnar Brynjarssonar. Ég er nefnilega raunverulega þakklátur að einhver skuli vekja athygli á þeirri staðreynd hve Þjóðleikhúsið sé mikið borgarleikhús. Kristinn er auðvitað kjaftfor – sem er oft skemmtilegt – en það eyðileggur dálítið annars ágæta […]

Lausnin: Pistill innblásin af málþingi um opinbera stefnu stóru leikhúsanna | REYKVÉLIN

„Risarnir tveir eru spegilmynd af hvor öðrum. Ef einn setur upp Les Miserables setur hinn upp Mary Poppins og hinn síðan Spamalot. Þeir finna báðir alþjóðlegan leikstjóra til að setja upp Shakespeare á sama tíma. Þeir eru báðir fremstir í flokki þegar kemur að eflingu íslenskrar leikritunar. Báðir búa við sömu kröfu um að selja næga miða til að fjármagna reksturinn, og eru þar af leiðandi í stöðugri samkeppni, baráttu um áhorfendur og þótt þau séu skuldbundin lagalega til þess að taka á móti sjálfstæðum leikhópum, finna þau sig knúna til að ýta þeim út, (helst sem fyrst) af áhættufælni (oft eigna þau sér heiðurinn af verkum þeirra ef vel gengur þrátt fyrir að hafa lítið gert þeim til stuðnings). Risarnir eru eins í eðli sínu. Eins í stefnu sinni. Og alltof stórir.“

Snæbjörn Brynjarsson skrifar á Reykvélina: Lausnin: Pistill innblásin af málþingi um opinbera stefnu stóru leikhúsanna | REYKVÉLIN.

Leiklistargagnrýni Djöflaeyjunnar: Endurtekið efni? | REYKVÉLIN

„Borið hefur á að fólk innan leiklistarheimsins hafi á Fésbókinni og víðar tjáð sig um að það sæti furðu að menningarþátturinn Djöflaeyjan á Ríkissjónvarpinu notist við gagnrýnendur annarra fjölmiðla þegar kemur að því að gagnrýna leiklist. Þessir gagnrýnendur séu þá í raun aðeins að endursegja sína skoðun, sem nú þegar hafi birst í fjölmiðlum og að slíkt stuðli að meiri einsleitni í umfjöllun um leiklist. Við sendum því Brynju Þorgeirsdóttur, ritstjóra Djöflaeyjunnar, fyrirspurn um málið og hafði hún þetta að segja:“

Smellið hér fyrir meira Leiklistargagnrýni Djöflaeyjunnar: Endurtekið efni? | REYKVÉLIN.

Leikhússtjórastöðurnar – Hvar er óskynsemin? | REYKVÉLIN

Ég efast ekki um listræna sýn og hugmyndafræði þessa ágæta fólks. Mér finnst hins vegar athyglisvert að umræða innan geirans, á meðal listafólksins, snýst meira um markaðsfræði og kortagesti en hvaða listrænu möguleikar felast í þessum lausu stöðum. Það er kannski skynsamlegt og praktíst að hugsa á þessum nótum, það er þar að auki næsta víst að niðustaða stjórna Borgó og Þjóðleikhússins verði í samræmi við þær, en það er leiðinlegt ef við listafólkið sjálft leyfum okkur ekki að fantasera um mögulegar breytingar á hugmyndafræðilegu og listrænu landslagi geirans. Erum við orðin það hrædd við aðsóknartölur og misheppnað branding að við leyfum okkur ekki einu sinni að hugsa út fyrir miðjuna og skoða aðra möguleika og „nýjar“ hugmyndir sem felast á jaðrinum eða í öðrum kimum geirans?

via Leikhússtjórastöðurnar – Hvar er óskynsemin? | REYKVÉLIN.