Vegan Migas eða brauð handa hungraðri alþýðu á 1. maí

Þessi uppskrift er úr bók sem kemur út í lok vikunnar, hún heitir: Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta! Matreiðslubók fyrir ráðvillta foreldra, vanafasta heimiliskokka, fátæka námsmenn og alla aðra sem ættu að borða meira grænmeti. Þetta er einn af mínum uppáhaldsréttum í bókinni, hér er unnið gegn matarsóun með því að nota gamalt brauð, sótsporið […]

Leiðarvísir Jack Monroe um ódýrari hráefni

Jack Monroe var einstæð og atvinnulaus móðir þegar hún byrjaði að blogga um mat fyrir tæpum tveimur árum síðan – um fátækt og mat og hvernig maður gæti eldað góðan mat á sem stystum tíma fyrir sem minnstan pening. Hún var og er afar gagnrýnin á firrur sjónvarpskokka einsog Jamie Oliver og Gordon Ramsay sem […]

Plokkfiskur er ekki bara nauðsynlegur hann er líka hættulegur

Fyrsti kafli í plokkfiskbókinni

Plokkfiskur er verkamannamatur og einsog allur slíkur matur er hann heilagur. Hann tekur endalaust við – einsog Kristur og einsog hafið. Hann tekur við afgöngum úr ísskápnum og það er hægt að plokka upp á nýtt úr leifunum af honum sjálfum. Það veit heldur enginn hvar hann hefst og hvar hann byrjar. Hann hafnar öllum […]

Ruslaurant opnar á Granda

„[Í dag þann] 1. maí ætlar Ruslaurant að vekja athygli á öllum þeim góða mat sem fer til spillis daglega og bjóða gestum og gangandi uppá veitingar. Frír matur fyrir alla (á meðan birgðir endast).

Í ferlinu frá framleiðanda til neytenda er árlega 1/3 af öllum mat hent. Á meðan svelta milljónir manna. Peningurinn (750 milljarðar dala), vatnið (jafnast á við árlegt streymi rússneska stórfljótsins Volgu) og landið sem fer í þessi sóuðu matvæli má vafalaust verja betur.

Komið, borðið, ræðið og fræðist.“

Frekari upplýsingar á Facebook Ruslaurant opnar á Granda.