Leiðarvísir Jack Monroe um ódýrari hráefni

Jack Monroe var einstæð og atvinnulaus móðir þegar hún byrjaði að blogga um mat fyrir tæpum tveimur árum síðan – um fátækt og mat og hvernig maður gæti eldað góðan mat á sem stystum tíma fyrir sem minnstan pening. Hún var og er afar gagnrýnin á firrur sjónvarpskokka einsog Jamie Oliver og Gordon Ramsay sem virðast stundum halda að allir séu með álíka tekjur og þeir sjálfir (ritstjóra verður hugsað til íslensks sjónvarpskokks sem fór – stuttu eftir kreppu – að tala um nauðsyn þess að kasta ekki mat á þessum síðustu og verstu, þegar maður gæti til dæmis bara tekið súpuna frá því í gær og sett út í hana smá humar (!) og þá væri hún orðin svo til nýr réttur). Jack Monroe hefur síðan komist í álnir, slegið í gegn, og vinnur í dag meðal annars fyrir Oxfam. En hér má sjá ráðleggingar hennar um hvaða dýrum hráefnum megi skipta út í uppskriftum fyrir önnur ódýrari.

Cheap replacements for fancy-pants ingredients… | JACK MONROE.