Ruslaurant opnar á Granda

„[Í dag þann] 1. maí ætlar Ruslaurant að vekja athygli á öllum þeim góða mat sem fer til spillis daglega og bjóða gestum og gangandi uppá veitingar. Frír matur fyrir alla (á meðan birgðir endast).

Í ferlinu frá framleiðanda til neytenda er árlega 1/3 af öllum mat hent. Á meðan svelta milljónir manna. Peningurinn (750 milljarðar dala), vatnið (jafnast á við árlegt streymi rússneska stórfljótsins Volgu) og landið sem fer í þessi sóuðu matvæli má vafalaust verja betur.

Komið, borðið, ræðið og fræðist.“

Frekari upplýsingar á Facebook Ruslaurant opnar á Granda.