Þegar samkynhneigður marxisti sýndi mynd um Jesús sem byltingarleiðtoga í Notre Dame kirkjunni: The Gospel According to St. Matthew (1964)

Það verður að segjast eins og er: Pier Paolo Pasolini er alveg með áhugaverðari listamönnum. Við erum að tala um rithöfund, ljóðskáld, leikstjóra, marxista og pólitískan aktívista sem endaði lífið með morð mysteríu sem enn er hitamál þar sem alls konar samsæriskenningar og ásakanir er verið að setja á borð og skeggræða. Marxisti sem fordæmdi […]

RIFF: Boyhood

Sú mynd sem mig langaði mest að sjá á RIFF að þessu sinni var Ungdómur (Boyhood) eftir leikstjórann Robert Linklater, höfund þrenningarinnar góðu, Before Sunrise, Before Sunset og Before Midnight. Ég var einnig mjög hrifinn af fyrstu myndum Linklaters, Slacker, sem fjallar um nokkra dásamlega stefnulausa slæpingja í Austin, Texs, og svo Dazed and Confused, […]

RIFF: Úr franskri sveit á kanadíska geðheilbrigðisstofnun

Litli Quinquin: Grín, grimmd og rasismi í franskri sveit Franska fjögurra þátta sjónvarpssyrpan Litli Quinquin er með því allra einkennilegasta sem ég hef séð í bíó, samtals rúmir þrír klukkutímar af óútskýrðri grimmd, súrrealískum furðulegheitum, skrítnum frönskum hreim og hrottafengnum morðum. Sagan hefst á því að fjórir litlir ólátabelgir, þar á meðal Quinquin litli, elta […]

Við hugsum öll of mikið: Um París Norðursins

Kvikmyndin París Norðursins minnir á Hal Hartley myndir níunda áratugarins, fjallar á einhvern hátt um karlmenn í tilfinningalegri kreppu, viðkvæma karlmenn og hörundssára, karlmenn sem virðast jafnvel ekki hafa yfirsýn á grunngildin í lífinu og þess vegna ekki stefnu í lífinu. Við kynnumst aðstæðum þeirra í raun og veru ekki í gegnum lífið í þorpinu […]

Erfiða togstreitan í Mean Girls, Clueless, Legally Blonde. Í gegnum gleraugu tvíhyggjunnar.

Í grein sinni Hegelskur módelsmiður veltir Brynjar Jóhannesson fyrir sér díalektík líkama og hugar út frá togstreitu kvikmyndaáhorfandans. Áhorfandinn gerir sér grein fyrir bágri internet-einkunn; hann veit að Hollywood myndin fyrirsjáanlega mun ekki svala þorsta hugans vitsmunalega og því hlýtur hún að svala andstæðunni, líkamanum. Þetta er samsvarandi ástand og þegar hugurinn svignar undan líkamlegri […]

Skjaldborg: ¡Vivan las Antipodas!

Victor Kossakovsky er heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár

Skjaldborg er eitt af segulmögnum Vestfjarða þegar sumarvertíðin hefst og viðeigandi þegar sumarlangar nætur í ægifögru landslagi að fegurðarfíkillinn Kossakovsky sé aðalgestur hátíðarinnar. Það var ekki laust við að hin háleita fegurðarumræða og ofurrómantík sem tröllríður listþönkum landans fengi sinn skerf beint í æð á opnunarmynd hátíðarinnar, ¡Vivan las Antipodas! eftir Kossakovsky. Þessi mynd hans […]

Skjaldborg I: Skjaldbaka ríður asna | Klapptré

Skjaldborg byrjaði í fyrradag í frábæru veðri sem stöku sinnum var rofið af þokuslæðum. Ég missti samt af opnunarmyndinni út af því ég var fastur í stórkostlegu matarboði þar sem sagðar voru sögur af fyrsta dæmda íslenska dópsmyglaranum og fleira góðu fólki – þetta var raunar matarboð sem var stútfullt af efni í góðar heimildarmyndir sem bíða þess bara að vera filmaðar.

Það var raunar ágætlega í takt við hugmyndafræði heiðursgestsins Viktors Kossakovsky, hvers mynd ég var að missa af.

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um kvikmyndahátíðina Skjaldborg via Skjaldborg I: Skjaldbaka ríður asna | Klapptré.

Kvikmyndahátíð mannfræðinga á Ísafirði | BB.is

„NAFA kvikmyndahátíðin verður haldin á Ísafirði dagana 4. – 6. júní. NAFA stendur fyrir Nordic Anthropological Film Association, sem útleggst á íslensku sem Norrænu mannfræði-kvikmynda samtökin. NAFA eru óháð og „non-profit“ og hafa síðan árið 1979 haldið árlega kvikmyndahátíð á mismunandi stöðum á Norðurlöndunum og einstaka sinnum utan þeirra. Kvikmyndirnar sem sýndar verða á NAFA hátíðinni verða 23 talsins, stuttar og langar frá öllum heimshornum. Þær eru valdar af sérstakri valnefnd sem fór í gegnum þær 300 kvikmyndir sem sendar eru inn af mannfræðingum og kvikmyndagerðamönnum um heim allan.“

via BB.is – Frétt.

Gagnrýni | Vonarstræti | Klapptré

Vonarstræti fjallar um tiltölulega nýskeða fortíð sem við höfum samt gleymt glettilega miklu um. Sögusviðið er Reykjavík góðærisins – líklega 2005 eða 2006 – og í baksýnisspegli hrunsins hefur þetta tímabil oft verið málað öllu sterkari litum en raunin var. En myndin forðast þær klisjur og birtir okkur ágætlega sannfærandi mynd af árunum fyrir hrun – það var vissulega partí en á meðan Sölvi var fastur þar þá vorum við hin flest í sporum Eikar eða Móra – að glíma við sömu draugana og venjulega, lífið, sorgina, blankheitin og okkur sjálf. Sem er alltaf efni í gott bíó.

via Gagnrýni | Vonarstræti | Klapptré.

Bæjarbíó: Samið við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar

„Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar samþykkti í vikunni að ganga til samninga við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar um rekstur á Bæjarbíói. Eins og fram hefur komið í útboðsgögnum og viðtölum er um eins árs tilraunaverkefni að ræða, með möguleika á framlengingu til þriggja ára, gangi allt að óskum. Hafnarfjarðarbær styrkir rekstur Bæjarbíós með því að gefa eftir húsaleigu, hita- og rafmagnskostnað. Nefndin mun áfram vinna að gerð samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem tryggja mun sýningaþátt Kvikmyndasafns Íslands í bíóinu og mun sá þáttur skýrast á næstunni.“

via gaflari.is – Bæjarbíó: Samið við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar.

Lágkúruleg illska nær og fjær

The Act of Killing og The Unknown Known

Heimildarmyndin The Act of Killing (Joshua Oppenheimer, 2012) hefur skiljanlega vakið mikla athygli. Flestir, þar á meðal undirritaður, fyllast óhug og furðu við áhorf hennar. Eru það þá sérstaklega „aðalpersónurnar“, með Anwar Congo fremstan í flokki, sem reynast óskiljanlegar í því hvernig þær hreykja sér af gjörðum sínum og virðast (allavega framan af) skorta alla […]

Skapandi goðsögn: 20.000 days on Earth

Guðfræðileg orðræða um nýja heimildamynd um Nick Cave

Höfundarverk tónlistarmannsins og kúltúrgoðsagnarinnar Nicks Cave er óneitanlega margslungið og víðfeðmt. Nýjasta púslið í heildarmyndina vekur upp mun fleiri spurningar en það svarar – enda heimildarmynd með nýstárlegu sniði sem felur í sér endursögn, editeringu og mythologiseringu, á hugarheimi sem er skapaður úr atburðum í lífi og innblásnum texta listamannsins um sjálfan sig. Það má […]

12 Years a Slave: Loksins, loksins – DV

„Það er erfitt að segja eitthvað um bíómynd sem er jafn innilega MIKILVÆG og þessi. Bandaríkjamenn hafa verið duglegir að fjalla um það ljótasta í sögu annarra þjóða, svo sem helförina, og þeir hafa stundum fjallað um spillingu eigin stjórnmála og viðskipta og jafnvel gagnrýnt stríðsrekstur sinn. Því er það undarlegt að það sé ekki fyrr en nú að Hollywood gerir í fyrsta sinn stórmynd um þrælahaldið, sem er sjálf erfðasynd Bandaríkjanna, ef undan er skilin meðferðin á frumbyggjum landsins.“

Valur Gunnarsson skrifar um 12 Years a Slave á dv.is via Loksins, loksins – DV.

Aronofsky horfist í augu við þversagnir syndaflóðsins | Klapptré

„En á meðan mér fannst svörin sem Aronofsky veitti í The Fountain full ódýr þá þorir hann hérna að horfast í augu við allar þær þversagnir sem þessi stutta saga er full af. Mögulega er Aronofsky heittrúaður, það væri þá bara en nein þversögnin að hann geri biblíu-bíómynd jafn fulla af efasemdum um almættið. Hann er ekkert að djóka – og það er það besta við myndina, hér er varla milligramm af kaldhæðni. En hann lítur heldur aldrei undan – og það krefst sannarlega hugrekkis.“

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Nóa Aronofskys á Klapptré Gagnrýni | Noah | Klapptré.

Í kapítalísku þjóðfélagi tapa allir

The Selfish Giant

Ein af bestu og vanmetnustu kvikmyndum síðasta árs var The Selfish Giant (Clio Barnard, 2013). Þrátt fyrir að myndin hafi verið í áttunda sæti á lista Sight & Sound Magazine yfir bestu myndir ársins 2013 fékk hún ekki verðskuldaða athygli hjá almennum kvikmyndaáhorfendum. The Selfish Giant er innblásin af samnefndu ævintýri Oscar Wildes og segir […]

Hegelskur módelsmiður upphefur þrjár Hollywood kvikmyndir

Í stuttu máli: Bandarískur táningur kynnist föður sínum, breskum lávarði, og kennir honum og fleirum hvernig á að slaka á og skemmta sér. Hófsamur bandarískur búðarstarfsmaður á þrjár vikur eftir ólifaðar og ákveður að eyða öllum peningum sínum í lúxusferð til Sviss þar sem hann kennir ríka fólkinu (og stífum þýskum hótelstarfsmanni) að slaka á […]

Ern eftir aldri sýnd í Bæjarbíói í kvöld og á laugardag

„Í tilefni hátíðarhaldanna hafði Ríkissjónvarpið ákveðið að styrkja nokkra kvikmyndagerðarmenn til að gera myndir í tengslum við hátíðina — myndir sem síðar yrðu sýndar á RÚV. Einn þeirra var hinn 36 ára Magnús Jónsson, en tíu árum áður útskrifaðist hann sem einn af fyrstu vel skóluðu íslensku kvikmyndaleikstjórunum eftir að hafa stúderað í Moskvu undir handleiðslu Roman Karmen. En mynd Magnúsar, Ern eftir aldri, var aldrei sýnd í Ríkissjónvarpinu. RÚV „þorði ekki að sýna hana,“ sagði rithöfundurinn Árni Bergmann mörgum árum síðar.

[…]

Ern eftir aldri verður sýnd í Bæjarbíói, Hafnarfirði, þriðjudaginn 25. mars 2014, klukkan 20:00 og aftur laugardaginn 29. mars klukkan 16:00. Einnig verður sýnd önnur mynd Magnúsar, 240 fiskar fyrir kú, auk viðtals við hann og stuttra mynda sem Kvikmyndasafnið kallar heimsóknarmyndir til Sovétríkjanna.“

Lesið um Ern eftir aldri á Wheel of Work Ern eftir aldri — lætur engan fara að gubba | WHEEL OF WORK.

Augu þín sáu mig ekki

Hugleiðing um útsendingu Goldfrapp, „Tales of Us, Live from Air Studios,“ þriðjudaginn 4a mars í Cameo bíóhúsinu, Edinborg

Ég fór á tónleika í bíó. Eða réttara sagt á bíómynd sem var eins og safn tónlistarmyndbanda sem var sýnd á undan beinni útsendingu af tónleikum sem varpað var upp á kvikmyndatjald. Það sem tengdi þetta alltsaman var tónlistarkonan Alison Goldfrapp. Hún lék í öllum stuttmyndunum sem búnar höfðu verið til við tónlistina hennar af […]

Jómfrúr, hórur og brókarsótt: Um Lars von Trier og Nymphomaniac

Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur enn á ný valdið fjaðrafoki með nýjustu kvikmynd sinni Nymphomaniac. Þrátt fyrir að myndin hafi einnig fengið jákvæðar viðtökur hjá kvikmyndagagnrýnendum hafa aðrir kallað hann kynferðislega brenglaðan loddara og sagt að þetta nýjasta útspil leikstjórans sé ekkert annað en löng klámmynd sem skorti allt listrænt gildi.1 Aðrir hafa sagt […]