Bæjarbíó: Samið við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar

„Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar samþykkti í vikunni að ganga til samninga við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar um rekstur á Bæjarbíói. Eins og fram hefur komið í útboðsgögnum og viðtölum er um eins árs tilraunaverkefni að ræða, með möguleika á framlengingu til þriggja ára, gangi allt að óskum. Hafnarfjarðarbær styrkir rekstur Bæjarbíós með því að gefa eftir húsaleigu, hita- og rafmagnskostnað. Nefndin mun áfram vinna að gerð samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem tryggja mun sýningaþátt Kvikmyndasafns Íslands í bíóinu og mun sá þáttur skýrast á næstunni.“

via gaflari.is – Bæjarbíó: Samið við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar.