Eftir að hafa lesið grein Kristins Sigurðar Sigurðssonar, Til minningar um Mary, sem birt er á vefnum Starafugli teljum við ekki annað við hæfi, fyrir hönd samstarfsmanna okkar er stóðu að, sömdu og fluttu leikverkið Zombíljóðin í Borgarleikhúsinu, en að leiðrétta eina rangfærslu í grein Kristins.
Kristinn Sigurður Sigurðsson
Sölvi Fannar flytur ljóð til gagnrýnanda Starafugls í Kaffigeddon
Sölvi Fannar Viðarsson flutti ljóð sitt Lífrænir rótarvísar, sem ort er til gagnrýnanda Starafugls, Kristins Sigurðar Sigurðssonar, vegna gagnrýni þar sem Kristinn fjallaði um verk og ímynd Sölva Fannars. Flutningurinn var hluti af viðtali í Kaffigeddon, sem er að sönnu epískt og meðmælist mjög.
Kannski deyr hann í dag eftir Kristinn Sigurð Sigurðsson
Það verða mikil leiðindi þegar hann deyr loksins útlendingastrákurinn sem svelti sig í hel. Fólk mun leggja blóm við leiði hans, skrifa nafnið sitt á lista um að reisa af honum styttu. Já, það verður mikil sorg, þegar hann deyr loksins útlendingastrákurinn sem svelti sig í hel. Innanríkisráðherra mun halda ræðu í beinni útsendingu, […]
List fyrir okkar tíma; það var lítið Kristinn | REYKVÉLIN
„Fyrir mér lifum við ekki á tímum sem krefjast pönks (pönkið getur verið sjálfsblekking eins og hvað annað, sérstaklega ef maður er ekki eins róttækur og maður heldur). Í mínum augum lifum við á tímum fegurðarinnar. Eða tímum sem krefjast fegurðar. Fegurðar til að göfga mannsandann (já, það er list sem krefst hugrekkis, að stíga fram og segja: Þetta er fallegt). Því sannleikurinn er fallegur. Það er lygin sem er ljót.“
Snæbjörn Brynjarsson svarar þakkargreinum Kristins Sigurðs Sigurðssonar.
via List fyrir okkar tíma; það var lítið Kristinn | REYKVÉLIN.
Takk-debattinn:
Takk, Kristinn eftir Ásgeir H. Ingólfsson
Takk Snæbjörn – part II eftir Kristinn Sigurð Sigurðsson
Takk Snæbjörn – fyrri hluti eftir Kristinn Sigurð Sigurðsson
Lausnin – pistill innblásinn af málþingi um opinbera stefnu stóru leikhúsanna eftir Snæbjörn Brynjarsson (á Reykvélinni)
Menning handa þjóð – nokkrar hugleiðingar um mikilvægi menningar og aðgengi að henni eftir Snæbjörn Brynjarsson (á Reykvélinni)
Takk, Kristinn
Mig langar að taka þátt í nýhafinni kurteisisvæðingu þessa vefrits og þakka Kristni Sigurði Sigurðssyni fyrir þakkarpistil hans til Snæbjarnar Brynjarssonar. Ég er nefnilega raunverulega þakklátur að einhver skuli vekja athygli á þeirri staðreynd hve Þjóðleikhúsið sé mikið borgarleikhús. Kristinn er auðvitað kjaftfor – sem er oft skemmtilegt – en það eyðileggur dálítið annars ágæta […]
Takk Snæbjörn – fyrri hluti
Snæbjörn skrifaði frábæran pistil sem ég var að sjá rétt í þessu. Snæbjörn Brynjarsson heitir hann víst. Hann útskrifaðist úr Fræði og Framkvæmd, eins og ég. Býr í útlöndum, eins og ég. Ég minnist þess að hafa einu sinni talað við hann. Þá var ég að hefja mitt þriðja ár í skólanum, hann hélt hinsvegar […]