Sölvi Fannar flytur ljóð til gagnrýnanda Starafugls í Kaffigeddon

Sölvi Fannar Viðarsson flutti ljóð sitt Lífrænir rótarvísar, sem ort er til gagnrýnanda Starafugls, Kristins Sigurðar Sigurðssonar, vegna gagnrýni þar sem Kristinn fjallaði um verk og ímynd Sölva Fannars. Flutningurinn var hluti af viðtali í Kaffigeddon, sem er að sönnu epískt og meðmælist mjög.