Aldrei rétt Olga Innan veggja heimilisins hefur hún völd til þess að stjórna, hún umgirðir alheiminn; hún viðheldur mannkyninu. Þrátt fyrir það afneitar hún aldrei guðdómleika Hans, sérstaklega þar sem hann neitar allri ábyrgð (de Beauvoir, 467). Maður fer frá Konu. Í rauninni er það það eina sem þessi saga fjallar um. Þó hægt væri […]
Höfundur: Krista Alexandersdóttir
Að elta frelsið fram af bjargi
- Um Grænmetisætuna eftir Han Kang
Í angistarfullum orðum argentíska játningaskáldsins Alejöndru Pizarnik birtist ákveðið raddleysi. Rödd hennar á sér ekki heima í okkar mannlega umhverfi, heldur í útjaðrinum, með dýrunum og öllum hinum. Þesskonar raddleysi lýsir einkar vel stöðu konunnar, samkvæmt Simone de Beauvoir, og hvernig notkun á karllægu tungumáli hefur orðið til þess að klofnun verður í sjálfi kvenna. Hið ráðandi sjálf, er mótað af samfélagslegum gildum og eftirvæntingum, fölskum röddum og raddleysi, hið víkjandi sjálf er frjálst, villt og hefur sína eigin rödd. Rödd sem er þeirra og aðeins þeirra.
Hvernig sjampó kaupa femínistar?
Við erum auglýsingar. Sjálf okkar samanstendur af texta, myndum, hugmyndum, orðræðum. Auglýsingar endurspegla drauma okkar og vonir sem þó eru ævinlega óaðgengilegar okkur. Við erum því neydd til að taka þátt í þessum raunveruleika, eins og asnar að eltast við gulrót; eilíft í samanburði, eilíft ófullnægð. Vald auglýsingabransans er óumdeilanlegt, og hefur lengi verið mikið […]