Tónlist vikunnar: BOB CLUNESS OPNAR TRANTINN, LOKSINS!

Öllum er sama um tónlistargagnrýni, farðu og sjáðu Pye Corner Audio

Fáir nenna að standa í því að skrifa um tónlist á Íslandi í dag—og þeim fer fækkandi. Einn maður sem lengi lagði sig fram um að móðga tónlistarmenn og tónlistarhaldara með sitt oft á tíðum kaldranalega skoska skopskyn að vopni er Hjaltlandseyingurinn Bob Cluness. Hann segist vera hættur að skrifa um tónlist, allavega í bili, […]

Emmsjé Gauti

Tónlist vikunnar: Emmsjé Gauti er til

Ágæti lesandi, þú ættir að hafa í huga: nú er tónlist vikunnar ekki vikulega, heldur birtist hún aðra hvora viku. Þessi þróun er vitaskuld ákaflega jákvæð, enda tónlist sérlega mikilvæg og gott að geta tekið sér tvær vikur í að hugsa um hana milli útgáfna. Undanfarið hef ég verið að skiptast á bréfum við rapparann Emmsjé […]

Tónlist vikunnar: Pink Street Boys – móteitur við hey!mæði

Hæ, með því að smella hér (og hugsanlega gera eitthvað svona hægrismellsfiff) er hægt að sækja plötuna Trash from the Boys með hljómsveitinni Pink Street Boys. Það verður alveg hægt fram á næsta föstudag (eftir viku) – og það er heldur ekki þjófnaður eða neitt (umbeðnir gáfu þeir plötuna sjálfir til niðurhals, sem er lýsandi) – en ég myndi […]

Tónlist vikunnar: Karlsson & Karlsson

Já, já, já ég hata borgarastéttina.
Já, já, já ég hata alla konungsfjölskylduna.
Já við skulum vopnast,
já við skulum vopnast.

Svo söng sænska pönkhljómsveitin Ebba Grön árið 1979 og bætti við að aðallinn mætti vel þola „dálítið blý í hnakkann“. Lagið heyrir til sænskrar pönkklassíkur (kom meira að segja út á plötu sem hét „Svenska punkklassiker“) og hefur verið koverað af Gautaborgarhardkorsveitinni Skitsystem.

Prins Póló, hann bregður á leik

Tónlist vikunnar: „París norðursins“ – Lag sumarsins er fundið!

Lag sumarsins er svo sannarlega fundið. Ekki ætti að dyljast neinum að undirritaður er mikill aðdáandi Svavars Péturs Eysteinssonar og hans verka, bæði þeirra er Svavar gerir á eigin spýtur sem þeirra sem hann vinnur í samstarfi við ýmsa vini og kunningja; konu sína Berglindi Häsler, Árna Rúnar Hlöðversson úr FM Belfast og gítarleikarann knáa […]

GusGus - Mexico

Tónlist vikunnar: Nýja GusGus platan er æði

Tónlist vikunnar er í styttra lagi núna. Í síðustu viku datt inn nýja GusGus platan og setti líf umsjónarmanns að einhverju leyti úr skorðum. Hún heitir Mexico, ég hef ekki hugmynd um af hverju. Síðasta plata hét Arabian Horse, ég skildi það eiginlega aldrei heldur. Af einhverjum ástæðum kýs íslenskasta hljómsveit samtímans 1 (og út síðustu tvo áratugi næstum) […]

MUCK fremja list.

Tónlist vikunnar: MUCK er fágætt og dýrmætt rokkband

Ef einhver myndi spyrja mig einhverntíman hver mér þykir vera mest spennandi, mest ögrandi rokkhljómsveit Reykjavíkur, þá myndi ég örugglega segja eitthvað svona: „Það er góð spurning. Það er að mínu viti fátt sem skiptir meira máli en góð, spennandi, kraftmikil og ögrandi rokkhljómsveit. Þær fremstu fela í sér einhvern sameiningarmátt, eitthvað afl sem getur […]

Tónlist vikunnar: Hyllum þá sem bjóða landamærum byrginn

„Hvers vegna þurfum við að byggja múra til að halda hetjum úti? Með þessari smáskífu viljum við hylla allt það fólk sem býður landamæramyndavélum Evrópusambandsins byrginn, því fólki sem býður lífshættulegum hafsjónum byrginn, gaddavírnum, lögregluofbeldinu og samstilltri pólitískri andstöðunni og ferðast yfir sífellt verndaðri landamæri Evrópu,“ segir Nasim Aghili sem skrifaði handritið að kabarettinum Europa Europa og textann við För alla namn vi inte får använda með The Knife.

via LYSSNA: The Knife – ”För alla namn vi inte får använda” | Festivalrykten.

Tónlist vikunnar: „ÁRANGUR ÁFRAM, EKKERT STOPP!“

– Spekingar spá í kosningaslagara

Nú eru sveitastjórnarkosningar á næsta leyti (á morgun meira að segja). Eins og allir vita er það besta við sveitarstjórnarkosningar lögin og tónlistarmyndböndin sem framboðin senda frá sér. Þar er eitthvað fyrir alla: Einlægt hamfarapopp, kaldhæðið hamfarapopp, órætt hamfarapopp. Og einusinni Botnleðja. Tónlist vikunnar vildi spá aðeins í þessu öllu og sendi því skeyti á […]

Tónlist vikunnar: Eitthvað sem kynnir bæði tónleika og plötu Gímaldins

Tónlistarmaðurinn Gímaldin hefur gefið út ótrúlega mikið af tónlist og er ákaflega duglegur að stunda listformið. Hann sendi ritstjóra Starafugls bréf um daginn og það var svona: „Sæll Eiríkur, það er að koma ný gímaldin plata (útgáfudagur settur 19da maí) og ég er með tónleika á Rósenberg. Það eru 2 prómólög á soundcloud. Geturðu ekki […]

Rapparinn Stitches á góðri stundu

Parklife m/Blur, Ladyboy Records, hvernig hip hop brást svörtum Bandaríkjamönnum, Rich Homie Quan og Stitches

Enn önnur tónlist vikunnar á föstudegi og ekkert fáránlega langt viðtal? Hvað er í gangi? Eru laugardagar bara betri til til viðtalsbirtinga? Það gæti verið. En svo er líka margt annað á seyði. Það eru allir að horfa á Eurovision og skrifa um það á feis. Það hefur enginn tíma til að svara viðtölum, hvað […]

Joey Bada$$ er frábær rappari

Tónlist vikunnar: Það er komið sumar, svona næstum. Hlustaðu á Joey Bada$$

Góðan dag og velkomin til fyrstu tónlistar vikunnar sem vefritið Starafugl birtir á föstudegi. Hvílík bylting fyrir humar! Til þessa hefur tónlist vikunnar aðallega samanstaðið af ótrúlega löngum viðtölum við tónlistarfólk (tvo stráka og eina stelpu) og grein um mann sem semur lög um allt sem er til í heiminum (hann er strákur) og grein […]

Tónlist vikunnar: „Heimurinn er skemmtilegri þegar hann er takmarkalaus og lifandi“

- ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL VIÐ STEINUNNI Í DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIPI, SKELKI Í BRINGU OG SPARKLE POISON (OG HÚN GERIR LÍKA MYNDLIST)

Steinunn Eldflaug Harðardóttir hefur í sér einhverja svona orku sem er mjög mikilvæg og skemmtileg, og sem skilar miklu til nærumhverfisins. Hún er líka mjög ævintýragjörn í allri listsköpun og þræðir grensuna eins og sérstakur sérfræðingur. Ég sá hana fyrst koma fram með hljómsveitinni Skelkur í bringu í gamladaga og var bara „vá, rosalegt!“ Og svo fór […]

Gunnar Ragnarsson

Tónlist vikunnar: Sjálfhverfa frontmannsfíflið talar!

(ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL VIÐ GUNNAR RAGNARSSON, GRÍSALAPPALÍSUNG)

Rokksveitin Grísalappalísa er með því skemmtilegra sem árið 2013 færði íslendingum. Virðast íslendingar almennt hallir undir þá skoðun, enda hafa hljómsveitarlimir ekki haft undan því að taka við allskonar viðurkenningum og svoleiðis upp á síðkastið. Þótti mér því kjörið að senda Gunnari Ragnarssyni, öðrum söngvara sveitarinnar, tölvupóst með nokkrum spurningum sem gaman væri að fá […]

Tónlist vikunnar: Duglegasti tónlistarmaður í heimi

Internetið fer stundum ægilega í taugarnar á mér, eins og líklega flestum sem höngsuðu eitthvað á jörðinni áður en það varð til (eða þúveist, meðan það samanstóð bara af einhverjum vísindamönnum og rólpleinördum að skiptast á ASCII klámi). Yfirleitt finnst mér internetið samt frábært – og þá sérstaklega þegar ég hitti þar fyrir fólk eins […]

Hljómsveitin Skakkamanage æfir

Tónlist vikunnar: Þessi nýja Skakkamanage plata er frábær

(ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL)

Ég fékk tölvupóst um daginn frá hljómsveit sem vildi láta mig vita að hún hefði gefið út plötu. Svoleiðis er tiltölulega algengt, ég er af einhverjum ástæðum á alveg nokkrum póstlistum fólks sem gefur út plötur og fæ því reglulega tíðindi í innhólfið þegar plötur koma út. Það er ágætt, ég er mikill áhugamaður um […]