Tjáningarfrelsið 20 ára | OK EDEN

„Eitt af því sem ég furðaði mig á var áhugaleysi blaðamanna, áhugaleysi Rithöfundasambandsins, og það var áhugaleysi allra um þetta einkennilega hugtak. Og ég held því fram að það sé afskaplega mikil ritskoðun hérna en hún er vel dulin. Hún er fyrst og fremst sjálfsritskoðun sem hefur grafið um sig í leynum og á löngum tíma.“

Örstutt áminning, því ég var að rekast á þetta viðtal sem ég hef ekki áður séð: Það er í stuttu máli þrautseigju Þorgeirs Þorgeirsonar að þakka að Íslendingar mega yfirleitt tala um opinbera embættismenn. Það megum við frá því 1995.

Haukur Már Helgason vekur athygli á viðtali við Þorgeir Þorgeirson via Tjáningarfrelsið 20 ára | OK EDEN.

Scarlett Johansson í skaðabótamál við franskan rithöfund

premierechosequonregardeSkáldsagan La première chose qu’on regard , eða Það fyrsta sem maður sér, eftir franska rithöfundinn Grégoire Delacourt, fjallar um konu sem er svo lík Scarlett Johansson að fólk heldur iðulega að hún sé Scarlett Johansson. Í viðtali við franska dagblaðið Le Figaro sagði höfundurinn að með þessu vildi hann segja eitthvað um það hvernig rómantískar fantasíur samtímans mótast af gegnsýringu frægðarmenningar.

Penguin hótar að kæra listamann fyrir paródíu

Bókin Go to the Gallery eftir bresku satíristana og systkinin Miriam og Ezra Elia er í senn vinaleg paródía á hinar frægu bresku barnabækur um systkinin Peter og Jane, sem kenna börnum eitt og annað um heiminn og tungumálið, og grimmileg paródía á listheiminn. Hún var gefin út með aðstoð Kickstarter fjármögnunar og seldist fyrsta […]