Hæ Dóra, hvað ertu að bauka? Akkúrat þessa stundina er ég að klippa kvikmynd sem ég tók upp um daginn ásamt Magnúsi Halli vini mínum og óperusöngvara. Hún er bara ein mínúta og svokallað „one-take“ svo það er ekki beint mikil klippivinna en það er samt alltaf eitthvað sem þarf að breyta og bæta. Svo […]
Myndlist vikunnar
Myndlist vikunnar: Thijs Rijker
Myndlist vikunnar er tileinkuð listamanninum Thijs Rijker sem býr meðal annars til sjálfseyðandi vélar.
Myndlist vikunnar: Þorgerður Þórhallsdóttir í Kunstschlager
Þorgerður Þórhallsdóttir í Kunstschlager 14.06.2014 – 29.06.2014 Af hverju heitir sýningin þín Nobody will ever die? Þetta er brot úr setningunni „everything is as it should be, nothing will ever change, nobody will ever die“ sem er fengin úr endurminningabók eftir Vladímír Nabokov, Speak, Memory. Mér fannst þetta passa svo vel við tilfinningu sem ég […]
Myndlist vikunnar: LOSTASTUNDIN í Kunstschlager
Kveikjan að sýningunni var löngun okkar til að draga fram nýjar hliðar á myndlistarmönnum sem fólk hefur ekki séð áður með því að lokka af þeim myndir sem hafa legið neðst í skúffum eða fá þá til að halda á ný mið – lostamið.
Myndlist vikunnar: Gustav Mesmer
Myndlist vikunnar er tileinkuð lista- og uppfinningamanninum Gustav Mesmer. Gustav hélt ótrauður áfram að reyna að fljúga allt sitt líf. Því miður náðist ekki að taka viðtal við hann.
Myndlist vikunnar: HARD-CORE
„HARD-CORE er list-segull eða „artist-magnet“, hugtak sem við bjuggum til, til þess að reyna að víkka þá skilgreiningu og möguleika sem koma að samstarfi listamanna og stofnanna. Eins og segull virkar þá er HARD-CORE þannig að það dregur að sér hugmyndir og skoðanir eða hrindir þeim frá sér.“
Myndlist vikunnar: Leikprufan, Gjöf til yðar hátign, Stjörnur
Gunnhildur Hauksdóttir & Kristín Ómarsdóttir gefa út bókverk
Þið eruð að gefa út bók núna, en þetta er líka sýning er það ekki? Já við erum sem sagt að gefa út bókverkið Leikprufan, Gjöf til yðar hátign, Stjörnur. Og þetta bókverk byggir á þremur sýningum sem við héldum saman. Það var sýnt í Winnipeg, Kanada, Reykjavík og á Írlandi. Hvernig sýningar voru þetta? […]
Myndlist vikunnar: Nikulás Stefán á Hlemmi
Hvað varstu að gera á Hlemmi?
Ég var með viðburð, þetta var í raun þensla á menningarfyrirbærinu l.a.r.p. í formi viðburðar. Við erum tveir með Viðburður hf, það er Oddur S. Báruson og ég, Nikulás Stefán Nikulásson og þetta er í rauninni fyrirtæki fyrst og fremst. Við tökum að okkur að vera með viðburði hér og þar. Helst á stöðum þar sem það eru einhverjir að bíða.
Myndlist vikunnar: Rebekka Moran í Gallery Þoku
Sýning: ROLLING REPEAT CYCLES AND TURNS Gallery Þoka 22.02.14 – 21.03.2014 Það er hérna planta sem hreyfist í hring, hvaða planta er þetta í þessum skúlptúr? Og af hverju eru að nota hana? Þetta er veltirunni, algeng flökkuplanta. Ég hef gaman af því hvað hún stendur fyrir, hún veltist um og skilur eftir fræ sín […]
Myndlist vikunnar: Sagað í Kunstschlager
Sindri Leifsson Sýning: Sagað Kunstschlager sýningarrými Rauðarárstíg 1 01.03.14 – 15.03.14 Hvað getur þú sagt mér um þessa sýningu? „Látum okkur sjá. Hún er um einhvers konar svona vinnuferli og kannski vinnuferli sem ég tek frá mismunandi stöðum. Þetta eru svona leifar af útskriftarsýningunni eða ekki leifar heldur framhald, það eru alltaf einhverjir punktar sem […]