Í kvöld á aðalfundi Rithöfundasambandsins voru talin atkvæði í stjórnarkjöri, en Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri Freysson tókust á um formannsstólinn á meðan Hallgrímur Helgason og Hermann Stefánsson vildu embætti meðstjórnanda. Fóru leikar svo að Kristín Helga verður formaður og Hallgrímur Helgason meðstjórnandi. Gauti Kristmannsson og Jón Kalman Stefánsson voru sjálfkjörnir í stjórn.
Hallgrímur Helgason
Skáldskapurinn í sagnfræðinni og sagnfræðin í skáldskapnum
Í kvöld, miðvikudaginn 7. maí, kl. 20:00 munu útgáfufélagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar standa fyrir pallborðsumræðum um sagnfræði og skáldskap á Loft Hostel við Austurstræti. Þátttakendur eru Hallgrímur Helgason, rithöfundur, Sigrún Pálsdóttir, rithöfundur, Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, og Sjón, rithöfundur. Í pallborðinu verða könnuð mörk skáldskapar og sagnfræði. Hvað […]
Englar alheimsins: Afmeyjun leikhússins : Herðubreið
„Revíuleikþátturinn eftir hlé, þar sem forseti Íslands var færður úr sæti á fremsta bekk og upp á svið, sýndi vel að unga kynslóðin þorir það sem áður þótti tabú, að sveifla sér niður úr hámenningarturninum og dýfa nefinu niður í lágmenningarforina í listrænu teygjuhoppi. Þorir jafnvel að láta sig gossa ofan úr þýskum hámenningarturni, eigandi það á hættu að hálsbrotna. Extra bónus fyrir okkur sem heima sátum var svo að fá að sjá hinn raunverulega forseta fylgjast með gríninu um sjálfan sig. Ég hjó eftir því að ÓRG klappaði aldrei fyrir tilsvörum sínum á sviðinu nema einu sinni, þegar leikni forsetinn sagðist aldrei ALDREI ætla að hætta að vera forseti og það væri sko alls enginn brandari.“
Hallgrímur Helgason skrifar um sjónvarpsútsendingu á leikgerð Engla alheimsins í Herðubreið – via Englar alheimsins: Afmeyjun leikhússins : Herðubreið.
RSÍ: Tveir í formann og tveir í meðstjórnanda
Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs í Rithöfundasambandi Íslands 2014 rann út 21. mars síðastliðinn. Tveir buðu sig fram í formann, þau Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri Freysson, og tveir buðu sig fram til meðstjórnanda, þeir Hallgrímur Helgason og Hermann Stefánsson. Kjörgögn verða send meðlimum sambandsins en kosið verður á aðalfundi þann 8. maí næstkomandi. Varaformaður telst sjálfkjörinn […]