MUCK fremja list.

Tónlist vikunnar: MUCK er fágætt og dýrmætt rokkband

Ef einhver myndi spyrja mig einhverntíman hver mér þykir vera mest spennandi, mest ögrandi rokkhljómsveit Reykjavíkur, þá myndi ég örugglega segja eitthvað svona: „Það er góð spurning. Það er að mínu viti fátt sem skiptir meira máli en góð, spennandi, kraftmikil og ögrandi rokkhljómsveit. Þær fremstu fela í sér einhvern sameiningarmátt, eitthvað afl sem getur […]

Ritstjórnarpistill: Hvað er fegurð?

„Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna“, sagði Halldór Laxness í frægum ritdómi um Fögru veröld Tómasar Guðmundssonar „Hún er takmark. Um hitt er barist, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta. Að sögn Maxims Gorkis gekk Lenin út í miðjum saungleik vegna þess að fegurðin og snildin minti hann aðeins á hve mikla baráttu hann […]

Þjóðerniskennd fegurðarþrá

– Hugleiðing um Der Klang der Offenbarung des Göttlichen, eftir Ragnar Kjartansson.

Ragnar Kjartansson er nýjasta óskabarn Volksbühne leikhússins. Sýning hans Der Klang der Offenbarung des Göttlichen var gríðarlega vel kynnt í Berlín – sannkallaður stórviðburður í borg þar sem frægustu listamenn heims troða upp nánast á hverju kvöldi. Verkið ber undirtitilinn nach „Weltlicht“ von Halldór Laxness eða byggt á Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Fyrir þá sem […]