„Hin svokölluðu skáld“ endurtaka gjörning „Listaskáldanna vondu“

Laugardaginn 12. apríl næstkomandi stendur hópur skálda fyrir ljóðadagskrá í stóra salnum í Háskólabíó – þeim sama og „Listaskáldin vondu“ fylltu hér um árið. Yfirskriftin í þetta skiptið er „Hin svokölluðu skáld“ – sem eiga það öll sameiginlegt að yrkja háttbundin nútímaljóð. Sú nýbreytni er einnig höfð á uppákomunni að rukkaður verður aðgangseyrir, sem er […]

Bókahátíð á Flateyri hefst í dag

Í dag verður sett Bókahátíð á Flateyri í fyrsta sinn. Hátíðin, sem fer fram víða á Flateyri, verður haldin í dag og á morgun og meðal þeirra sem koma fram eru Björk Þorgrímsdóttir, Bjarni Bernharður Bjarnason, Bjarki Karlsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hörður Steingrímsson, Kristín Eiríksdóttir og Björn E. Hafberg. Frekari upplýsingar fást á bokahatid.is.

Uppheimar hætta útgáfu

Bókaforlagið Uppheimar hefur hætt útgáfu eftir baráttu við fjárhagsörðugleika síðustu misserin. Forlagið mun þó ekki vera gjaldþrota. Uppheimar þóttu sýna talsverðan metnað, ekki síst í útgáfu þýddra fagurbókmennta, en á síðasta ári gaf forlagið meðal annars út Klefa nr. 6 eftir Rosu Liksom, Ó – sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, heildarsafn ljóða Tomas […]