Fréttabréf myndlistarmanna: Hoppað af gleði

Framsóknarflokkurinn fagnaði því að frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána var samþykkt sem lög á Alþingi hoppandi af gleði. Slík tjáning er óalgeng innan listheimsins, og hefur ekki orðið vart við hana þó að listin starfi vissulega af heilum hug með „hópa samfélagsins“ og „almenning“ í huga. Listin „means business“ eins og hún hefur sýnt […]

Luca Belgiorno-Nettis. Mynd: Transfield Holdings.

Stjórnarformaður Sydneyjartvíæringsins segir af sér

Luca Belgiorno-Nettis, stjórnarformaður Sydneyjartvíæringsins og forstjóri Transfield Holdings, sagði af sér fyrir helgi í kjölfar afdráttarlausra mótmæla ótal listamanna vegna reksturs Transfield Services, eins af undirfyrirtækjum Transfield Holdings, á búðum fyrir hælisleitendur, meðal annars á Manuseyju. Transfield Holdings hefur verið aðalstyrktaraðili tvíæringsins frá upphafi en nú hefur verið skorið á tengsl við fyrirtækið. Mótmælin birtust […]

Fulltrúar Íslands á Sydneyjartvíæringnum hætta við þátttöku í mótmælaskyni

Mynd: Af heimasíðu Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar: http://www.libia-olafur.com/ Myndlistartvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson hefur, ásamt myndlistarmönnunum Charlie Sofo, Gabrielle de Vietri og Ahmet Öğüt, hætt við þátttöku í Tvíæringnum í Sydney, sem hefjast á þann 21. mars næstkomandi. Ákvörðunin er tekin í mótmælaskyni við starfsemi helsta stuðningsaðila hátíðarinnar, verktakafyrirtækisins Transfield Services, en fyrirtækið […]