Léku á Spotify og græddu 2,2 milljónir | RÚV

„Meðlimum Vulfpeck datt þá snjallræði í hug. Þeir hlóðu niður nýrri plötu á Spotify, sem bar nafnið Sleepify (orðagrínið skilst eftir augnablik). Á plötunni voru 10 lög, öll rétt um 32-33 sekúndur að lengd – einmitt nógu löng svo hljómsveitin gæti rukkað sína 0,007 dollara fyrir hverja hlustun. Því næst hvatti hljómsveitin alla sem vildu til að spila plötuna í stöðugri endurspilun (eða á „repeat“) á meðan hlustandinn væri sofandi. Þess ber auðvitað að geta að lögin eru ekkert nema þögnin ein, það heyrist ekki eitt hljóð.

Og viti menn. Margt smátt gerir eitt stórt. Þegar uppi var staðið höfðu lög plötunnar fengið tæpar þrjár milljónir hlustana, sem samsvarar útborgun upp á 20 þúsund dollara, eða sem nemur rúmum 2,2 milljónum króna.“

 

via Léku á Spotify og græddu 2,2 milljónir | RÚV.

Tónlist vikunnar: Duglegasti tónlistarmaður í heimi

Internetið fer stundum ægilega í taugarnar á mér, eins og líklega flestum sem höngsuðu eitthvað á jörðinni áður en það varð til (eða þúveist, meðan það samanstóð bara af einhverjum vísindamönnum og rólpleinördum að skiptast á ASCII klámi). Yfirleitt finnst mér internetið samt frábært – og þá sérstaklega þegar ég hitti þar fyrir fólk eins […]