Aronofsky horfist í augu við þversagnir syndaflóðsins | Klapptré

„En á meðan mér fannst svörin sem Aronofsky veitti í The Fountain full ódýr þá þorir hann hérna að horfast í augu við allar þær þversagnir sem þessi stutta saga er full af. Mögulega er Aronofsky heittrúaður, það væri þá bara en nein þversögnin að hann geri biblíu-bíómynd jafn fulla af efasemdum um almættið. Hann er ekkert að djóka – og það er það besta við myndina, hér er varla milligramm af kaldhæðni. En hann lítur heldur aldrei undan – og það krefst sannarlega hugrekkis.“

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Nóa Aronofskys á Klapptré Gagnrýni | Noah | Klapptré.

Vísir – Noah er “viðbjóður“ að mati guðfræðings

„Þetta er hræðileg mynd, ekki sjá hana, ekki eyða hálfri mínútu af æfi ykkar í að sitja undir þessum viðbjóði. Þetta er bara leiðinlegt, aðallega. Þetta er illa gert, þetta er vanhugsað, þetta er banalt, þetta er lapþunnt og heimskulegt. Að vissu leyti má segja að þetta útskýri hvernig komið er fyrir mannkyninu í dag vegna þess að synir Nóa eru slíkir aumingjar og mannleysur að ef þetta eru forfeður mannkyns; Guð hjálpi okkur.“

Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur, ræðir kvikmyndina Nóa í Reykjavík síðdegis, ásamt Sverri Agnarssyni, formanni félags múslima.

via Vísir – Noah er "viðbjóður“ að mati guðfræðings.