Snorri Ásmundsson listamaður birti á dögunum myndband sem síðan hefur skotið upp kollinum á helstu fréttamiðlum Íslands. Í myndbandinu syngur Snorri ísraelska þjóðsönginn, Hatikvah, á hebresku. Það má heita frekar hlutlaust mat að hann syngi hann illa: tilþrifalítill söngurinni virðist hluti af verkinu. Futuregrapher útsetti tónlistina. Marteinn Þórsson sá um kvikmyndatöku og klippingu. Öll sú vinna virðist nógu vel leyst af hendi til að vera óáhugaverð andspænis innihaldi verksins.
Dana International
Fréttabréf myndlistarmanna: Hoppað af gleði
Framsóknarflokkurinn fagnaði því að frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána var samþykkt sem lög á Alþingi hoppandi af gleði. Slík tjáning er óalgeng innan listheimsins, og hefur ekki orðið vart við hana þó að listin starfi vissulega af heilum hug með „hópa samfélagsins“ og „almenning“ í huga. Listin „means business“ eins og hún hefur sýnt […]