Afi minn á Rauði
er ribbaldi og kauði
honum fylgir holdsveiki og herpes og dauði
sitt af hvoru tagi með sykri og brauði
suður á bæjum handjárnar hann Auði
heimasætan signir sig:
taktu mig afi, taktu mig
taktu mig upp til skýja
þar sem amma þæfir sokk á þeldökkan Svía
Bjarki Karlsson
Skáldskapur vikunnar: PLASTBLÓM eftir Yahya Hassan
Í ÍBÚÐINNI SEM ÉG KVEIKTI Í
BORÐUÐUM VIÐ ALLTAF Á GÓLFINU
PABBI SVAF Á DÝNU Í STOFUNNI
SYSTKINI MÍN ÞAU SEM ÞÁ VORU FÆDD
DREIFÐUST ÚT UM ALLA ÍBÚÐ
EITT VIÐ TÖLVUNA EITT SKRÍÐANDI Á GÓLFINU
OG EITT HJÁ MÖMMU Í ELDHÚSINU
EF ÞÚ HELDUR ÁFRAM AÐ PIRRA SYSTKINI ÞÍN
ÞÁ BRENNI ÉG ÞIG
SAGÐI MAMMA OG OTAÐI KVEIKJARANUM HANS PABBA
Bókahátíð á Flateyri hefst í dag
Í dag verður sett Bókahátíð á Flateyri í fyrsta sinn. Hátíðin, sem fer fram víða á Flateyri, verður haldin í dag og á morgun og meðal þeirra sem koma fram eru Björk Þorgrímsdóttir, Bjarni Bernharður Bjarnason, Bjarki Karlsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hörður Steingrímsson, Kristín Eiríksdóttir og Björn E. Hafberg. Frekari upplýsingar fást á bokahatid.is.
Uppheimar hætta útgáfu
Bókaforlagið Uppheimar hefur hætt útgáfu eftir baráttu við fjárhagsörðugleika síðustu misserin. Forlagið mun þó ekki vera gjaldþrota. Uppheimar þóttu sýna talsverðan metnað, ekki síst í útgáfu þýddra fagurbókmennta, en á síðasta ári gaf forlagið meðal annars út Klefa nr. 6 eftir Rosu Liksom, Ó – sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, heildarsafn ljóða Tomas […]