Uppheimar hætta útgáfu

Bókaforlagið Uppheimar hefur hætt útgáfu eftir baráttu við fjárhagsörðugleika síðustu misserin. Forlagið mun þó ekki vera gjaldþrota.

Uppheimar þóttu sýna talsverðan metnað, ekki síst í útgáfu þýddra fagurbókmennta, en á síðasta ári gaf forlagið meðal annars út Klefa nr. 6 eftir Rosu Liksom, Ó – sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, heildarsafn ljóða Tomas Tranströmer og Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner. Þessar bækur fást blessunarlega enn um sinn.

Meðal þeirra höfunda sem gáfu út hjá Uppheimum er Gyrðir Elíasson, sem vann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Milli trjánna, sem forlagið gaf út, nýlegur sigurvegari bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar, Bjarki Karlsson, og margt annað góðra skálda. Þá var forlagið einnig virkt í glæpasagnabransanum og gaf til að mynda út Jo Nesbø og Håkan Nesser.