Fyrsta ljóðabók Þórdísar Gísladóttur kom út árið 2010 og síðan hefur hún gefið út þrjár ljóðabækur til viðbótar og þó nokkrar aðrar bækur. Í haust sendir Þórdís frá sér skáldsöguna Horfið ekki í ljósið, sem fjallar um svefnleysi, kjarnorkuvá og beinagrindur í skápum. Ljóðið sem hér birtist er úr verki í vinnslu, ljóðabókinni Mislæg gatnamót, sem kemur að öllum líkindum út á næsta ári
Höfundur: Þórdís Gísladóttir
Óvissustig
Nú birtum við tvö ljóð eftir Þórdísi Gísladóttur úr bókinni Óvissustig, sem kemur út í vikunni á vegum bókaútgáfunnar Benedikts Sannleikur Hann er auðvitað truflandi en ég ætla samt að segja þér hann, þrúgandi sannleikann um líf manneskju sem er lokuð inni í gluggalausri vistarveru með flokki kvefaðra stórgripa. Hún á ekki að kvarta yfir […]
Skáldskapur vikunnar: Svala Ósk eftir Þórdísi Gísladóttur
Svala Ósk býr í risíbúð á Melunum með eiginmanninum Jóhanni. Hún vinnur á Elliheimilinu Grund en Jóhann er sölumaður hjá heildsölu sem selur hreinlætisvörur til fyrirtækja og stofnana. Svala Ósk skráði sig í Samfylkinguna til að geta kosið Dag B. Eggertsson í prófkjöri. Henni finnst hann svo traustvekjandi og ábyggilegur. Hún sá Dag einu sinni […]