Skiptidagar er lítil, handhæg og falleg bók sem fangar bæði stór málefni og árþúsund af íslenskri sögu. Það er ekki auðvelt að draga hana í dilka, ekki er hún beinlínis fræðibók en fróðleg þó með eindæmum. Ekki er hún skáldskapur en leyfir ýmsum sögum að lifna við fyrir hugskotum manns. Hugleiðingar einnar manneskju er uppistaða […]
Höfundur: Nanna Hlín Halldórsdóttir
Listin að fanga veðurkvíða
Um Allra veðra von – Samsýningu í Hafnarborg
Veðrið hefur verið á allra vörum þetta sumarið. Ekki aðeins veðurleysan sem átti sér stað á Íslandi í sumar heldur einnig öfgarnar í veðrinu sem birtist í skógareldum í Svíþjóð og 50 gráða hita í sunnanverðri Evrópu. Veðrið, loftslagið er að breytast og blikur er á lofti hversu lífvænleg plánetan verður næstu aldirnar. Skemmtilegt er frá því að segja að þema sýningarnar var ákveðið áður en þetta öfgakennda veðursumar átti sér stað.
Moldarslóðar og óskastígar
Um ljóðabókina Leiðarvísir um þorp eftir Jónas Reyni Gunnarsson
Ég er hrifin af Leiðarvísi um þorp. Það tók mig langan tíma að lesa hana vegna anna. Síðasta vetur þegar ég fékk eintakið, orkuðu öll orð og hugmyndir annarra yfirþyrmandi á mig. Ég opnaði bókina, las fyrstu ljóðin og hélt að hér væri á ferð frekar týpísk niðurdrepandi bók um íslensk þorp, á borð við […]
Hér og nú og eilífðin
Um Flygildi eftir Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur
ugla sat á kvisti átti börn og missti eitt, tvö, þrjú og það varst þú Hver á að byrja í leik, hver verður hann, og hver aldrei? Uglan ræður, ugla sem situr á kvisti. Og missir börn. Þessi þula eða úrtalningavísa sem krakkar nota til þess að velja þann sem fær að byrja leik […]
Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson
Af hverju er Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson ekki skyldulesning í grunn- eða framhaldsskóla? Eftir lestur þessarar mögnuðu sögu Tryggva finnst mér helst til undarlegt að hana hafi ekki rekið á fjörur mínar fyrr. Ég er enginn sérfræðingur í sögu Íslands eða þeim bókmenntum sem nýta sagnaarfinn en þykir mikilvægt að viða að mér fróðleik […]
Ekki fólk, ekki zombíar heldur ömurleikinn einn
Zombíland – bókaumfjöllun Höfundur: Sørine Steenholdt Þýðandi: Heiðrún Ólafsdóttir Þar sem ég las fyrstu smásöguna „Zombí“ nýbúin að svæfa son minn, lá við að ég ældi af óhugnaði. Saga af móður sem snappar með slæmum afleiðingum. Zombíland lýsir einni tilfinningu: ömurleika. Bókin vakti fyrst athygli mína þar sem henni var lýst sem pólitískri ádeilu á […]
Hér hefur lífið staðnæmst
Um Út í vitann eftir Virginiu Woolf í þýðingu Herdísar Hreiðarsdóttur
Tíminn stöðvast aldrei heldur líður hann, hvað sem það þýðir. Oft er um tímann notuð sú rýmislíking að hann sé eins og fljót sem beri okkur áfram. Við höfum nokkra stjórn en straumurinn er kraftmikill og auk þess fullur leyndardóma. Vitundin streymir því með; eða vitundirnar réttara sagt. Við öll saman að streyma, stundum afar nálægt […]
Listaverk er ekki hlutur, það er lífið
Inngangur að bókinni Foucault – þrír textar
Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er ágætt að minnast Michel Foucault sem lést fyrir einmitt þrjátíu árum síðan af völdum alnæmis. Heimspeki var ekki aðeins stundir á bókasafni, kennsla eða háspekilegar rökræður fyrir honum, heimspeki var lífið. Hann vildi skilja hvaða hugmyndastraumar skilyrðu hugsanir hans og hvernig hann gæti […]
Skáldskapur vikunnar: Ólíkar gerðir ferðablætis
1) að vera ævintýramaðurinn er draumurinn sem afþreyingin nærir okkur á
í draumnum erum við einstök því við erum Indiana Jones
við kýlum á það og sjá: bílfarmar af Indiana Jones aka um framandi hættuför (núna klaki)