Hæ, Helga

Reykjavík 02. desember Hæ aftur, Helga. Eitt sinn var Jesú á gangi meðfram sjónum við Akrafjall. Mávar görguðu í þokubökkum við fjallstoppinn og Jesú var með asna í bandi sem lötraði hægt en undirgefinn á eftir honum. Af því Jesú var töffari þá tuffaði í hann í sjóinn og af því hann var töfrum almættis […]

Brot úr Drottningin á Júpíter

Vindinn hafði lægt á meðan við töluðum saman. Barþjónninn byrjaði að stóla upp og ganga frá. Ljóskastari lýsti Lúðmillu upp og í smástund var allt úr fókus nema hún. Hún var ein á sviðinu þegar hún tilkynnti að hún tæki núna síðasta lagið. Það var enginn þarna inni lengur nema við þrjár, barþjónninn og gamli […]

Úr Jarðarberjatungli

Nornirnar í Bústaðahverfi Þær drekka melónuvín á morgnanna í hannyrðabúðinni í Grímsbæ. Sauma bútasaumskanínur með lafandi augu í heilagri þögn – með Camel lights í munnvikinu. Gröfina sem þær grófu í bakgarðinum fylltu þær með dömunærbuxum, Calluna Vulgaris og fuglabeinum, fyrir hina drekana sem eru tjóðraðir í svefnherbergjum. Þær mynduðu þannig sama kraft og þegar […]

Gönguferð

Éljagangur austan til á landinu, hálka eða hálkublettir á vegum. Átta háhælaðir skór hverfa ofan í kjallarann á Ellefunni. Suð-suðaustan strekkingur með snjóþekju. Kulnaður strengur skýtur frosnum þráðum. Áfram hvassviðri, jafnvel stormur í nótt. Hvítur gosbrunnur á botninum í glasinu. Frost á bilinu 1-4 stig og kólnar með kvöldinu. Sé alltaf einhvern standa og horfa […]