8 hvíslið er til, hvíslið er til, haustið, heimssagan, og halastjarna Halleys; herskararnir eru til, hjarðmúgurinn, höfðingjarnir, holurnar, og inni í holunum hálfskugginn, inni í hálfskugganum af og til hérarnir, af og til laufskrúð fyrir holunum þar sem burknarnir eru til; og brómber, brómber, af og til hérarnir í skjóli laufskrúðsins og húsagarðarnir eru til, […]
Höfundur: Inger Christensen
Úr stafrófinu eftir Inger Christensen
1. Apríkósutrén eru til, apríkósutrén eru til 2. burknarnir eru til; og brómber, brómber og bróm er til; og vetni, vetni 3. söngtifurnar eru til; sikoríur, króm og sítrónutrén eru til; söngtifurnar eru til; söngtifurnar, sedrusviður, sýprus, cerebellum 4. dúfurnar eru til; draumarnir, dúkkurnar drápsmennirnir eru til; dúfurnar, dúfurnar, mistrið, díoxín og dagarnir, dagarnir eru […]