Ljónshjartað og ég

Sannsögulega smásaga

Þegar Nelson Antonio Haedo Valdez var strákur vissi hann ekki að hann myndi ekki einu sinni, heldur tvisvar stela sigrinum af Argentínu á fótboltavellinum. Fyrra skiptið var þann níunda september 2009 á Defensores del Chaco vellinum í Asunción þegar Nelson, þá 26 ára, skoraði sigurmarkið á 27. mínútu. Seinna skiptið var þann þrettánda júní 2015 […]

Andrésblaðakenningin

Ég var á leiðinni í partý með félaga mínum. Við vorum eins ólíkir og hægt er að ímynda sér, hann var nýútskrifaður úr lögfræði á þeim tíma, fínn og frambærilegur, hefði ábyggilega verið kosinn „líklegastur til að verða nýríkur“ í grunnskóla hefði það verið valmöguleiki. Ég var hins vegar að læra ritlist og á milli […]

Fjármálahverfið

Jón steig út úr strætó í hverfi sem hann hafði aldrei komið í áður. Gangstéttin var hörð undir fæti og greinilega nýsteypt. Enginn manneskja var á ferli; einungis bílar sem hópuðust saman kringum turna úr stáli og gleri. Þeir risu með reglulegu millibili upp úr malbikinu og hýstu skrifstofur allskonar fyrirtækja. Jón þrammaði þvert yfir […]

Hann gekk nú samt

Hann hafði farið í allar 1. maí göngur. Allt frá því hann var 12 ára og byrjaði að beita hjá Bjössa graða; lærði handtökin fyrir hádegi, beitti eins og fljótustu karlarnir eftir vikuna. Hann skipti sér lítið af verkalýðsmálum en seldi þó alltaf merkið á 1. maí. Ef hægt var að tala um merki, alltaf […]

Bónuskonurnar  

Við skruppum oft í kaffitímanum og eftir vinnu til að fá okkur að drekka og borða hjá henni Stínu sem bjó við hliðina á Íshúsfélaginu. Nokkrar hressar konur úr slorinu sem fengu sér oft í staupin. Stína var einstæð móðir sem átti tvo stráka og vann mikið. Hún var hávaxin og grönn kona með bein […]

Lánað mér

Smásaga

1. Winona Ryder „Manstu hvar þú varst nænelleven? Ég man ég kom heim úr skólanum og mamma sat fyrir framan sjónvarpið og gapti, tvíburaturnarnir við það að hrynja, og ég varð ekki hræddur eða neitt, fannst þetta eiginlega bara magnað, eins og ég væri að verða vitni að einhverju heimssögulegu og það í beinni útsendingu. […]

Að ráða úr hlutunum

smásaga

Sama kvöld og Jóna sagði Hannesi að hún væri ólétt komu þau sér fyrir við eldhúsborðið andspænis pabba hennar. Hannes hafði þekkt hann lengi. Feður þeirra Jónu voru góðir vinir. Þegar pabbi Hannesar var strákur hafði hann unnið fyrir afa Jónu á sumrin. Feður þeirra voru einu krakkarnir á býlinu. Eitt sumarið fóru þeir saman […]

Sigurður Arent Jónsson

Án himins

Það var enginn himinn yfir þorpinu okkar. Þess vegna fórum við inn í borgina hinum megin við ána til að horfa á tunglið og fuglana. Borgarbúar voru ekkert sérlega sáttir við okkur en okkur var þó ekki bannað að koma. Á einni hæðinni, þar sem fyrir var steinhlaðin kirkja, reistu þeir meira að segja útsýnispall. […]

Kvöldsagan: Æðar í steini

Dísa gekk í fjörunni neðst í bænum og horfði út fjörðinn á sólina. Henni fannst gaman að labba þar þegar henni leiddist eða þegar hún vildi sleppa að heiman, eins og núna. Á meðan hún gekk um tíndi hún sprek í hrúgu sem hún lét fljóta út á sjóinn eða fleytti kerlingum. Síðan óð hún […]