Djassgoðsögnin Horace Silver lést í gær. Hér leikur kvintett Silvers eitt af hans frægustu lögum.
Myndbönd
Bíó vikunnar: Síðdegismöskvar eftir Mayu Deren
Meshes of the Afternoon eða Síðdegismöskvar eftir Mayu Deren, frá árinu 1943. Tímamótamynd í sögu bandarískra tilraunakvikmynda. Tónlist: Teiji Ito.
Bíó vikunnar: Úrkynjuð list
Heimildarmynd um aðdragandann að háðungarsýningu Jónasar frá Hriflu, sýninguna og endalok á ferli valdamesta stjórnmálamanns Íslands á lýðræðistímum. Eftir Steingrím Dúa Másson, 2005.
Bíó vikunnar: Härlig är jorden
Roy Andersson er fæddur í Svíþjóð 1943 og rekur auglýsingastofu. Hann segist, sem kvikmyndagerðarmaður, starfa í hefð Steina og Olla.
Myndin er ekki ætluð börnum.
Skáldskapur vikunnar: The Man with the Beautiful Eyes
The Man with the Beautiful Eyes eftir Charles Bukowski. Myndband: Jonathan Hodgson.
Tjáningarfrelsið 20 ára | OK EDEN
„Eitt af því sem ég furðaði mig á var áhugaleysi blaðamanna, áhugaleysi Rithöfundasambandsins, og það var áhugaleysi allra um þetta einkennilega hugtak. Og ég held því fram að það sé afskaplega mikil ritskoðun hérna en hún er vel dulin. Hún er fyrst og fremst sjálfsritskoðun sem hefur grafið um sig í leynum og á löngum tíma.“
Örstutt áminning, því ég var að rekast á þetta viðtal sem ég hef ekki áður séð: Það er í stuttu máli þrautseigju Þorgeirs Þorgeirsonar að þakka að Íslendingar mega yfirleitt tala um opinbera embættismenn. Það megum við frá því 1995.
Haukur Már Helgason vekur athygli á viðtali við Þorgeir Þorgeirson via Tjáningarfrelsið 20 ára | OK EDEN.
Sölvi Fannar flytur ljóð til gagnrýnanda Starafugls í Kaffigeddon
Sölvi Fannar Viðarsson flutti ljóð sitt Lífrænir rótarvísar, sem ort er til gagnrýnanda Starafugls, Kristins Sigurðar Sigurðssonar, vegna gagnrýni þar sem Kristinn fjallaði um verk og ímynd Sölva Fannars. Flutningurinn var hluti af viðtali í Kaffigeddon, sem er að sönnu epískt og meðmælist mjög.
Myndlist vikunnar: Nikulás Stefán á Hlemmi
Hvað varstu að gera á Hlemmi?
Ég var með viðburð, þetta var í raun þensla á menningarfyrirbærinu l.a.r.p. í formi viðburðar. Við erum tveir með Viðburður hf, það er Oddur S. Báruson og ég, Nikulás Stefán Nikulásson og þetta er í rauninni fyrirtæki fyrst og fremst. Við tökum að okkur að vera með viðburði hér og þar. Helst á stöðum þar sem það eru einhverjir að bíða.
Hundrað ha eftir Elínu Önnu Þórisdóttur
Sýningin Líf sæbjúgnanna – þar sem Elín Anna sýnist ásamt Páli Ivan frá Eiðum, Lilý Erlu Adamsdóttur og Trausta Dagssyni – stendur nú yfir í 002 Galleríi í Hafnarfirði.