„Dagana 3. – 6. apríl 2014 verður haldin ráðstefna um samlíðan í bókmenntum á vegum Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á ýmsar hliðar samlíðunar út frá bókmenntum, tungumáli og samfélagi.
Fyrirlestrar eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir en þeir eru haldnir í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
Aðalfyrirlesarar eru þau Dirk Geeraerts frá Leuven háskóla í Belgíu og Suzanne Keen frá Washington og Lee University í Bandaríkjunum. Erindin eru fjölbreytt og verður þetta áhugaverða efni skoðað frá ólíkum hliðum.“
Reykjavík Bókmenntaborg
Andrými – samkomustaður orðlistafólks
Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO býður í dag til samkomu þar sem fólki gefst tækifæri til að hittast og spjalla um orðlist, bókmenntir og bókmenntalífið í borginni. Samkomurnar, sem hafa hlotið nafnið ANDRÝMI, verða á barnum í Tjarnarbíói annan miðvikudag í mánuði hverjum og standa yfir frá kl. 20 –22. Andrýmið er vettvangur þar sem bókmenntafólk kemur […]