Vantaði undirölduna – Vísir

Persónulega þótti mér minna til tónlistarinnar koma. Hún fór stöðugt í hringi, sennilega í takt við kyrrstöðu sviðsmyndanna. Þegar um svoleiðis er að ræða, þurfa hugmyndirnar að vera afar góðar. Mér fannst vanta einhverja undiröldu í tónlistina, ekki einhvern hrylling og drama, bara eitthvað sem léti mann LANGA til að heyra tónlistina endurtekna í sífellu. Hún var samt ágætlega flutt, hljómsveitin var samtaka og spilaði hreint, sömu sögu er að segja um söng kórsins. Það var bara ekki nóg.

Jónas Sen skrifar um Der Klang der Offenbarung des Göttlichen via Vísir – Lífið -Gagnrýni.

Fréttabréf myndlistarmanna: Hoppað af gleði

Framsóknarflokkurinn fagnaði því að frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána var samþykkt sem lög á Alþingi hoppandi af gleði. Slík tjáning er óalgeng innan listheimsins, og hefur ekki orðið vart við hana þó að listin starfi vissulega af heilum hug með „hópa samfélagsins“ og „almenning“ í huga. Listin „means business“ eins og hún hefur sýnt […]

Ritstjórnarpistill: Hvað er fegurð?

„Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna“, sagði Halldór Laxness í frægum ritdómi um Fögru veröld Tómasar Guðmundssonar „Hún er takmark. Um hitt er barist, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta. Að sögn Maxims Gorkis gekk Lenin út í miðjum saungleik vegna þess að fegurðin og snildin minti hann aðeins á hve mikla baráttu hann […]

L y s t i s e m d i r / E f a s e m d i r / H e i m s e n d i r

Í dag, laugardaginn 22. mars kl. 17 opnar sýning á nýjum verkum eftir Emmu Heiðarsdóttur, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, Loja Höskuldsson, Margréti Helgu Sesseljudóttur og Sigurð Ámundason í Kling & Bang gallerí. Í texta sem Ragnar Kjartansson skrifar í tilefni sýningarinnar segir meðal annars: „Kling & Bang hefur framreitt hlaðborð af nýjustu straumum í myndlist bæjarins. […] […]

Þjóðerniskennd fegurðarþrá

– Hugleiðing um Der Klang der Offenbarung des Göttlichen, eftir Ragnar Kjartansson.

Ragnar Kjartansson er nýjasta óskabarn Volksbühne leikhússins. Sýning hans Der Klang der Offenbarung des Göttlichen var gríðarlega vel kynnt í Berlín – sannkallaður stórviðburður í borg þar sem frægustu listamenn heims troða upp nánast á hverju kvöldi. Verkið ber undirtitilinn nach „Weltlicht“ von Halldór Laxness eða byggt á Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Fyrir þá sem […]