Viljaverk í Palestínu: Aðfararorð

Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.

Kjósið mig!

– Rithöfundasambandið velur nýja stjórn

Framundan eru kosningar til stjórnar Rithöfundasambands Íslands. Sex buðu sig fram í hinar ólíku stöður og þar af voru tveir – Gauti Kristmannsson og Jón Kalman Stefánsson – sjálfkjörnir. Tveir takast á um stöðu meðstjórnanda, þeir Hermann Stefánsson og Hallgrímur Helgason. Sjálft formannsembættið – sem er hálft starf – vilja þau Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri […]

„Það mun ekki standa á okkur“

Líkt og fram kom í fréttum fyrir helgi hefur Amazon-bókabúðin opnað fyrir sölu á íslenskum rafbókum, sem fram til þessa hafa ekki verið fáanlegar fyrir algengasta rafbókalesarann, Kindle. Á vaðið riðu bókaútgáfan Björt og Bókabeitan. Í viðtali við Starafugl segir Egill Örn Jóhannsson, útgáfustjóri Forlagsins, að ekki sé nokkur spurning hvort Forlagið muni fylgja í […]