Með nýjustu kvikmynd sinni, Inherent Vice, hefur Paul Thomas Anderson tekist það sem hingað til hefur verið talið ómögulegt: að laga samnefnda skáldsögu Thomas Pynchons að kvikmyndaforminu. Í sjálfu sér eru margar bækur sem taldar hafa verið óaðlaganlegar en urðu samt að ágætis kvikmyndum, til dæmis Naked Lunch William S. Burroughs og Watchmen Alan Moores. […]