Ég er ekki nógu gott landslag er klukkustundar löng heimildamynd eftir Emiliano Monaco, frá árinu 2011. Hún fjallar um tvo sjómenn, að segja má aldraða – en hér finnst mér orðin strax gleypa mig, vani þeirra leiða mig í ógöngur: þetta er ekki sú gerð heimildamyndar sem fjallar um eitt eða neitt, heldur er hún mynd af. Svipmynd af lífi tveggja trillukalla á Hofsósi, Sigfúsar og Hjalta. Já, þeir eru eldri en þeir voru einu sinni, og aldurinn og heilsan er meðal þess sem kemur við sögu. Sigfús siglir með kókflösku til að slá á sykursýkina en Hjalti er orðinn þreklítill.