Kvikmyndin Notre Musique, eða Tónlistin okkar, eftir Jean-Luc Godard, var frumsýnd árið 2004. Myndin er að miklu leyti tekin í borginni Sarajevo í Bosníu-Herzegóvínu, og felur í sér, meðal annars, tilraun til úrvinnslu á hugleiðingum um stríð, í kjölfar átakanna í Júgóslavíuríkjunum. Eins og í mörgum verka Godards eru hér vaktar spurningar með hliðstæðum. Það […]
Mahmoud Darwish
Viljaverk í Palestínu: Aðfararorð
Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.