Í kvöld á aðalfundi Rithöfundasambandsins voru talin atkvæði í stjórnarkjöri, en Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri Freysson tókust á um formannsstólinn á meðan Hallgrímur Helgason og Hermann Stefánsson vildu embætti meðstjórnanda. Fóru leikar svo að Kristín Helga verður formaður og Hallgrímur Helgason meðstjórnandi. Gauti Kristmannsson og Jón Kalman Stefánsson voru sjálfkjörnir í stjórn.
Kristín Helga Gunnarsdóttir
RSÍ: Tveir í formann og tveir í meðstjórnanda
Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs í Rithöfundasambandi Íslands 2014 rann út 21. mars síðastliðinn. Tveir buðu sig fram í formann, þau Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri Freysson, og tveir buðu sig fram til meðstjórnanda, þeir Hallgrímur Helgason og Hermann Stefánsson. Kjörgögn verða send meðlimum sambandsins en kosið verður á aðalfundi þann 8. maí næstkomandi. Varaformaður telst sjálfkjörinn […]