Ljóða- og smásögusafnið Flæðarmál verður formlega gefið út í dag þann 22. maí og verður að því tilefni blásið til heljarinnar útgáfuhófs á Loft Hostel. Fljótandi veitingar og aðrar í föstu formi, bókaflóð, "Hverjir voru hvar", upplestur úr bókinni og stórsveitin Kælan Mikla mun leika nokkur lög. Bókin verður einnig til sölu á staðnum á […]
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir
Flæðarmálið hópfjármagnað
Flæðarmál er íslenskt bókmenntaverk átta kvenhöfunda sem leitar hópfjármögnunar í gegnum Karolina Fund. Í verkinu hefur ljóðum og smásögum verið raðað saman svo textarnir myndi sérstakt flæði ólíkra radda sem allar mætast í Flæðarmáli. Bókin er samstarf ritlistar- og ritstjórnarnema í Háskóla Íslands sem njóta leiðsagnar Sigþrúðar Gunnarsdóttur, ritstjóra Forlagsins. Hægt er að lesa ljóð […]