Eina rokkhljómsveit Íslands, Singapore Sling, er að fara gefa út plötu. Hún heitir The Tower of Foronicity. Ég veit ekkert hvað Foronicity er, en ég held það hljóti að vera frekar glatað dæmi. Því ég er búinn að heyra plötuna og hún er öll einn fallegur hatursóður, hvar örvænting tekur sig saman í andlitinu, hættir að vorkenna sjálfri […]
Ísland
Emiliano Monaco: Ég er ekki nógu gott landslag (2011)
Ég er ekki nógu gott landslag er klukkustundar löng heimildamynd eftir Emiliano Monaco, frá árinu 2011. Hún fjallar um tvo sjómenn, að segja má aldraða – en hér finnst mér orðin strax gleypa mig, vani þeirra leiða mig í ógöngur: þetta er ekki sú gerð heimildamyndar sem fjallar um eitt eða neitt, heldur er hún mynd af. Svipmynd af lífi tveggja trillukalla á Hofsósi, Sigfúsar og Hjalta. Já, þeir eru eldri en þeir voru einu sinni, og aldurinn og heilsan er meðal þess sem kemur við sögu. Sigfús siglir með kókflösku til að slá á sykursýkina en Hjalti er orðinn þreklítill.