Feyktu mér stormur – Karolina Fund

„Ljóðabókin Feyktu mér stormur hefur verið lengi í vinnslu enda var handritið að mestu leyti tilbúið árið 2011. Síðan þá hefur bókin tekið smávægilegum breytingum, og framförum, eins og vín sem hefur fengið að gerjast í góðan tíma. Nú er hún loksins tilbúin til útgáfu og inniheldur ljóð af ýmsum toga, bæði trúarlegum og veraldlegum, heimspekilegum og hugsunarlausum, en öll hafa þau eitthvað til brunns að bera.“

Hörður Steingrímsson fjármagnar nýja ljóðabók sína með hjálp Karolina Fund. Frekari upplýsingar: Feyktu mér stormur – Karolina Fund.

Bókahátíð á Flateyri hefst í dag

Í dag verður sett Bókahátíð á Flateyri í fyrsta sinn. Hátíðin, sem fer fram víða á Flateyri, verður haldin í dag og á morgun og meðal þeirra sem koma fram eru Björk Þorgrímsdóttir, Bjarni Bernharður Bjarnason, Bjarki Karlsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hörður Steingrímsson, Kristín Eiríksdóttir og Björn E. Hafberg. Frekari upplýsingar fást á bokahatid.is.