Skáldsagan La première chose qu’on regard , eða Það fyrsta sem maður sér, eftir franska rithöfundinn Grégoire Delacourt, fjallar um konu sem er svo lík Scarlett Johansson að fólk heldur iðulega að hún sé Scarlett Johansson. Í viðtali við franska dagblaðið Le Figaro sagði höfundurinn að með þessu vildi hann segja eitthvað um það hvernig rómantískar fantasíur samtímans mótast af gegnsýringu frægðarmenningar.