Nei – fundið ljóð

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. lommi (f. 1983) er ærslabelgur á ekki ósvipaðan máta og tundurdufl eru flotholt. Hann hefur gefið út ljóðabækurnar Gengismunur (2010), Dr. Usli (2009) og Síðasta ljóðabók Sjóns (2008). Hann var eitt sinn meðlimur í ljóðahljómsveitinni Músífölsk (ásamt Emil Hjörvar Petersen), hefur […]

Tvö ljóð eftir Soffíu Láru

Soffía Lára (f. 1993) vill almennt aðeins meira ógeð í ljóðum og ókeypis kakó í bönkum – og hefur verið kölluð vélbyssukjaftur af þeim sem hafa hlýtt á upplestra hennar. Eftir hana liggja ljóðabækurnar; Höfuðmyrkur (2013), Leiðirnar til himna (2014) og Fljúga hvítar kanínur (2016).

Ljóð eftir Athenu Farrokzhzad

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Heiðursgestur kvöldsins, Athena Farrokhzad (f. 1983), er sænskt ljóðskáld af írönskum uppruna. Ljóðabók hennar Hvítsvíta, sem er væntanleg á íslensku, vakti gríðarmikla athygli í heimalandi hennar, var tilnefnd til Augustpriset og fleiri verðlauna og hefur komið út víða um heim. Eiríkur […]

Þrjú ljóð eftir Kára Pál

Ljóð úr bókinni Ekkert tekur enda eftir Kára Pál Óskarsson.Útgefandi er Deigma. Bókin er fáanleg í helstu bókaverslunum. (Myndljóðið að ofan er líka eftir Kára Pál) Það er alltaf einhver neðar í fæðukeðjunni. Eirgræna nú á öllu, einnig skýjum, birtubrigðum, plöntum, minningum, orðum. Of mikill orðaforði. Hunskastu. Annarlegar kvöldstundir í furðuheimum. Illa lyktandi kjallaraherbergi. Lexía […]

Stærðin skiptir máli

Ljóð úr bókinni Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson. Myndir bókarinnar eru eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson og Morgan Betz (myndin sem fylgir hér er eftir Sigtrygg). Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum. Stærðin skiptir máli Eruð þér lítt vaxinn niður, bróðir? Látið eigi blekkjast af fagurgala móðurlegra fljóða er litið hafa […]

Ljóð um greint rými og fleiri stök

Þeim fjölgar sem keyra um á svifbrettum; þeim fjölgar sem kjósa almenningssamgöngur; þeim fjölgar sem ganga með múslimaslæður; þeim fjölgar sem borða á veitingastöðum þegar þeir nenna ekki að elda; þeim fjölgar sem æxlast, tímgast, stunda kynlíf og geta börn. Þróunin er augljós þeim sem vilja sjá hana. En það vilja ekki allir sjá hana. […]

NAZIFIER

Bertolt Brecht var Þjóðverji og samt ekki nasisti. Þvert á móti var hann and-nasisti, vegna þess að hann var kommúnisti. Á ákveðnu tímabili var það skringileg staða og lífshættuleg. Ógnin teygði sig norður á Atlantshafseyríkið okkar með ýmsum hætti: í fyrsta lagi var Hermann Jónasson forsætisráðherra í landinu mótfallinn því að veita þeim gyðingum nokkurt […]