DNA-bankinn – Áhættulýsing vegna upplýsts samþykkis

(Höf. Lynn Kozlowski, Hjörvar Pétursson þýddi)

Ég er til vitnis.

Og einungis ég er hér einn,
í trúnaði,
til að fræða þig og upplýsa.

Mér er ætlað að skýra þér frá
þeim hættum sem þér eru fólgnar í bón okkar.
Ég mun lýsa þeim hreint út
svo sem mér var falið af Siðfræðinefnd
Rannsóknastofnana, því þú verður að skilja
hvaða hætta þér er búin með samþykki þínu
með undirskrift þinni og dagsetningu.