Leikhús er listform sem við í vestrænni menningu kynnumst mörg hver frá blautu barnsbeini í einni eða annarri mynd. Líka þar sem leikhúsaðsókn er sögð vera afar lítil, eins og sums staðar í Mið-Evrópu. Það að almenningur í löndunum þar sækir ekki LEIKHÚS merkir ekki endilega að almenningur sæki ekki leikhús. Í langflestum skólum í […]
Eldraunin
Leikhúsmál – fyrsti hluti
Leikhús er eitt þeirra hugtaka, sem allir vita hvað merkir, en það getur vafist fyrir manni að skilgreina í þaula hvað orðið í rauninni þýðir. Samt eru til pottþéttar skilgreiningar á fyrirbærinu leikhús, svo haldgóðar að þeim verður næstum ekki mótmælt. Eric Bentley, leikritahöfundur, leikstjóri og einhver afkastamesti leikhúsrýnir síðustu aldar á Vesturlöndum, sagði til […]
Vísir – Eldraunin með ellefu tilnefningar
Tilnefningar til Grímuverðlauna voru kynntar í dag. Sýning Þjóðleikhússins á Eldrauninni eftir Arthur Miller hlaut flestar tilnefningar, alls ellefu, meðal annars sem sýning ársins, fyrir leikstjórn ársins, leikara og leikkonu í aðalhlutverki og auk þess fimm af tíu tilnefningum fyrir leik í aukahlutverki.
Vísir – Heimskan nærir illskuna
„Þar sem frumsýning Þjóðleikhússins síðastliðið föstudagskvöld var óður til sannleikans er réttast að tala hreint út: Nú er öld heimskunnar. Lýðræðið hefur keyrt inn blindgötu; allar skoðanir eru metnar jafngildar burtséð frá því hvort þær byggja á þekkingu eða ekki. Afsprengi þessa er til að mynda sú einkennilega hugmynd, sem nú er viðtekin, að á löggjafarþingi eigi að sitja þverskurður þjóðarinnar en ekki þeir sem hæfastir eru til þess. Skynsemi má sín lítils. Kæfandi pólitískur rétttrúnaður er ríkjandi, gagnrýnin hugsun má víkja, tilgangurinn helgar meðalið og við slíkar aðstæður nær bókstafstrú og ofstæki máli. Þetta eru hættulegir tímar því heimskan nærir illskuna.“
Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar um Eldraunina í Þjóðleikhúsinu via Vísir – Heimskan nærir illskuna.