Skáldskapur vikunnar: „E-mail“

Smásaga eftir Sindra Freysson

Kæri E.

Albéres var næstum hamingjusamur þegar hann vaknaði þennan fagra maímorgun við hljóð regndropa sem féllu á þakið einsog hamrað væri á ritvél. Sólin strokaði út allan texta regnsins hálftíma síðar. Í veðurblíðunni kristallaðist allt hið besta sem hægt var að finna í Frakklandi á þessum árstíma.

Já, næstum hamingjusamur – eins hamingjusamur raunar og gagnrýnandi getur yfirhöfuð orðið. Eina sem raskaði ró hans var þegar hann leit yfir á spanskgrænt þakið handan götunnar og kom auga á rytjulega kráku …