Fjölskylda Björgólfs sviðsetti eigið líf í Þjóðleikhúsinu

Björgólfur Guðmundsson og fjölskylda leigðu Þjóðleikhúsið árið 2008, skömmu fyrir hrun og sviðsettu líf Björgólfs og eiginkonu hans, Þóru Hallgrímsson, á stóra sviðinu. Þetta kemur fram í DV í dag og er þarna vitnað í nýútkomna bók blaðamannsins Inga Freys Vilhjálmssonar þar sem hann ljóstrar þessu upp. Í umfjöllun DV um málið segir meðal annars […]

Ísland er „norrænt bananalýðveldi“ – DV

„Við þjáumst af menningarlegri einangrunarhyggju og hræðumst það sem er öðruvísi og minnum á Úkraínu, þjóðin er full af litlum útgáfum af Vladimír Pútín sem hafa það eitt að markmiði að halda Íslandi utan við Evrópusambandið,“ segir rithöfundurinn Steinar Bragi í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter. Viðtalið var birt í blaðinu á föstudaginn.

via Ísland er „norrænt bananalýðveldi“ – DV.

„Sannleikurinn er eins og sköp kvenna“ – DV

„Í sýningunni felst ákveðin speglun sem ekki veitir af í samfélaginu. Þó kvennabarátta undanfarinna áratuga hafi vissulega skilað miklum árangri er hætta á að við sofnum á verðinum og höldum að “þetta” sé komið eða komi að sjálfu sér. Útlits- og æskudýrkun ásamt raunveruleikafirrtum hugmyndum um kynlíf og mannslíkamann eru stór hættumerki. Konur þurfa að halda vöku sinni, standa saman og hætta að vantreysta sjálfum sér og kvenlægum gildum.“

Kristín Gunnlaugsdóttir í viðtali í DV „Sannleikurinn er eins og sköp kvenna“ – DV.

Vandinn við að fyrirgefa – DV

Allt er þetta vel gert og lofar góðu framan af, en vandi höfundarins og sýningarinnar byrjar þó fyrst fyrir alvöru þegar tvinna á saman sögu fyrirtækisins og eigenda þess, persónulegri sögu nýja starfsmannsins Evu og sjálfstæðum sögum viðskiptavina fyrirtækisins af m.a. framhjáhaldi, kynferðislegu ofbeldi og sjálfsvígum. Þegar svo stjórnmálin og hið opinbera líf bætist líka við er eins og höfundurinn hafi færst fullmikið í fang. Hér hefði góður dramadurgur ef til vill getað greitt úr flækjunni og aðstoðað höfundinn við að velja bestu leiðina með áleitið efnið sem verkaði eins og ákall til áhorfenda um að gera gagnger reikningsskil í eigin lífi.Vandinn við að fyrirgefa – DV.