Af furðulegum sögum í stafrænum heimi

Kastali Otrantos eftir Horace Walpole sem kom út árið 1764 er talin vera fyrsta gotneska sagan. Í sögunni mættust annars vegar hefðir riddarabókmennta og rómantísku stefnunnar og hins vegar hið framandlega og forboðna. Walpole sagði að markmið hans hefði verið að sameina rómantík miðaldabókmennta, sem hann taldi of framandi, og nútímabókmenntir, sem honum fannst of […]

Vísir – Noah er “viðbjóður“ að mati guðfræðings

„Þetta er hræðileg mynd, ekki sjá hana, ekki eyða hálfri mínútu af æfi ykkar í að sitja undir þessum viðbjóði. Þetta er bara leiðinlegt, aðallega. Þetta er illa gert, þetta er vanhugsað, þetta er banalt, þetta er lapþunnt og heimskulegt. Að vissu leyti má segja að þetta útskýri hvernig komið er fyrir mannkyninu í dag vegna þess að synir Nóa eru slíkir aumingjar og mannleysur að ef þetta eru forfeður mannkyns; Guð hjálpi okkur.“

Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur, ræðir kvikmyndina Nóa í Reykjavík síðdegis, ásamt Sverri Agnarssyni, formanni félags múslima.

via Vísir – Noah er "viðbjóður“ að mati guðfræðings.

„Hin svokölluðu skáld“ endurtaka gjörning „Listaskáldanna vondu“

Laugardaginn 12. apríl næstkomandi stendur hópur skálda fyrir ljóðadagskrá í stóra salnum í Háskólabíó – þeim sama og „Listaskáldin vondu“ fylltu hér um árið. Yfirskriftin í þetta skiptið er „Hin svokölluðu skáld“ – sem eiga það öll sameiginlegt að yrkja háttbundin nútímaljóð. Sú nýbreytni er einnig höfð á uppákomunni að rukkaður verður aðgangseyrir, sem er […]