Bókahátíð færð yfir á laugardag

„Vetur konungur verður ekki sigraður í dag og því hefur sú ákvörðun verið tekin að færa Bókahátíðina á Flateyri yfir á morgundaginn, laugardaginn 22. mars og verður því þétt og vegleg dagskrá frá miðjum degi og fram eftir nóttu. En engin dagskrá í dag, föstudaginn. Hér fyrir neðan má sjá hvernig breytt dagskrá verður. Vonandi sjáum við sem flesta á morgun, enda hefur Vetur konungur lofað að láta lítið fyrir sér fara þá.“

via Bókahátíð færð yfir á laugardag –.

Bókahátíð á Flateyri hefst í dag

Í dag verður sett Bókahátíð á Flateyri í fyrsta sinn. Hátíðin, sem fer fram víða á Flateyri, verður haldin í dag og á morgun og meðal þeirra sem koma fram eru Björk Þorgrímsdóttir, Bjarni Bernharður Bjarnason, Bjarki Karlsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hörður Steingrímsson, Kristín Eiríksdóttir og Björn E. Hafberg. Frekari upplýsingar fást á bokahatid.is.

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars

„Sunnudaginn 23. mars næstkomandi verður árleg bókmenntadagskrá í Þórbergssetri í tilefni af því að í marsmánuði er afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar. Hann var fæddur 12. mars 1888 á Hala í Suðursveit. Gestur hátíðarinnar verður að þessu sinni Jón Gnarr borgarstjóri bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Samkór Hornafjarðar flytur söngdagskrá og Soffía Auður Birgisdóttir heldur erindi um áhrif Þórbergs á nútima rithöfunda, þ.á.m. Jón Gnarr. Afhentar verða gjafir sem hafa verið að berast Þórbergssetri að undanförnu.“

Dagskrá og frekari upplýsingar: Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars.